fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Hart deilt um hrossin sem drápust í óveðrinu: „Heilagleikinn og slepjan drýpur af hverju orði“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmörg útigangshross drápust í óveðrinu sem geisaði um landið fyrr í mánuðinum og var einna verst á Norðurlandi, sérstaklega vegna mikillar ofankomu samfara gífurlegum vindstyrk. Nokkur skoðanaskipti hafa orðið um meðferð hrossa og viðbúnað bændanna gagnvart veðrinu í kjölfarið. Í gagnrýni er gengið harðast fram í grein Ole Anton Bieltvedt sem birtist á Vísir.is í gær. Hins vegar hefur Ole sjálfur verið harðlega gagnrýndur fyrir greinina og meinta sleggjudóma í henni.  Ole gagnrýnir harðlega þá bændur sem misstu hross í óveðrinu og skrifar meðal annars:

„Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann“ var fyrirsögnin á frétt í Vísi 12. desember sl. Í fréttinni segir bóndinn, sem í hlut á: „Það hnippti einhver í mig. Ég veit ekki hver gerði það.“

Þegar hann vitjaði svo hestanna, voru 10 fastir í fönn og snoppan á hryssunni Freyju stóð rétt upp úr snjónum. Er spurning, hvort hún er enn á lífi, en allt að 100 hestar munu hafa farizt, bara á þessu svæði, í aftakaveðrinu á dögunum.

Svo, hvað skyldi „það ólýsanlega“ hafa verið, sem hnippti í hrossabóndann? Var það kannske það, sem almennt er kallað sektarkennd eða samvizka?

Á öðrum stað segir bóndinn: „…að það hafi ekki verið mögulegt að taka öll hrossin inn fyrir áður en óveðrið skall á í ljósi þess að hann væri ekki með nægt húsaskjól fyrir þau öll.“

Undirritaður spyr: Hvað þá með skjólvegg? Af hverju eru bændur að halda hesta, sem þeir geta ekki sinnt eða hafa ekki rými fyrir? Hver er tilgangurinn með því og ábyrgðin gagnvart dýrunum?

Úr því, að bóndinn hafði ekki húsaskjól, af hverju hafði hann þá ekki svona skjólveggi fyrir sín útigangshross?

Það má líka spyrja, af hverju eru bændur almennt að halda hross umfram það, sem þeir hafa húsaskjól eða skýli fyrir, þegar á reynir? Bera bændur – örugglega ekki allir, en sennilega all margir – litlar eða engar tilfinningar til hestanna sinna; þarfasta þjónsins, sem hélt tórunni í íslenzku þjóðinni og bjargaði henni í gegnum myrkur, kulda, harðræði og hörmungar þúsund ára?

Meðal þeirra sem hafa tjáð sig um þessi skrif Jarðarvinarins er Stefán Pálsson sagnfræðingur. Stefán horfði á átakanlegt viðtal í Kastljósi RÚV við bónda sem missti hross í óveðrinu og las grein Ole. Um þetta skrifar hann eftirfarandi færslu:

Það var virkilega erfitt að horfa á þetta viðtal í Kastljósinu í gær við bónda sem horfði upp á dýrin sín deyja í óveðrinu og er niðurbrotinn. Í Vísi í morgun skrifar svo „formaður Jarðarvina“ 800 orða grein þar sem hann sakar þennan sama bónda um kæruleysi, virðingarleysi og ábyrgðarleysi gagnvart dýrum og varar við breyzkum bændum. Heilagleikinn og slepjan drýpur af hverju orði.

(Það eitt að Jarðarvinurinn skrifi með zetu dugar mér langleiðina til að afskrifa hann sem kjána.)

Bóndi biður fólk um að fara varlega í sleggjudómum

Grein Ole er dæmi um umræðu sem hefur farið fyrir brjóstið á bændum og mörgum öðrum sem þekkja til þessara mála. Bóndinn  Þórarinn Óli Rafnsson spyr hvað sé að hjá fólki sem er tilbúið að fullyrða að aðrir séu dýraníðingar. Hann spyr hvort það myndi kalla fólk barnaníðinga sem myndi lenda í hrakningum með börn. Eftirfarandi pistill Þórarins vekur athygli:

Dýraníð,, hvað er það raunverulega og hvað er raunverulega að hjá fólki sem er tilbúið að fullyrða að einhver sé dýraníðingur? Nú er ég bóndi og held dýr,, rollur, hross, endur, hund og kött.

Öll þessi dýr mín eru mér mjög kær og legg ég mikið á mig til að þeim líði vel en slys geta jú gerst og þegar þau gerast þá tekur það á,, ég er nokkuð viss um að ekki nokkur manneskja sem ekki hefur haldið dýr eða verið í sveit geri sér grein fyrir hvað hinn venjulegi bóndi leggur mikið á sig til að dýrunum hans líði vel.

Merkilegt nokk þá ber ég einnig mikinn kærleik til fólks og því starfa ég einnig í björgunarsveit sem gerir ekki upp á milli manna, skepna eða hluta þegar kemur að því að allt er farið til fjandans.

Ég hef komið að aðstæðum þar sem fjöldi fólks er verulega illa komið í bílum í snjó í akkúrat aðstæðum sem var spáð,,, fólk fast í bílum sem eru fastir í snjó og hættir að ganga,, í þessum bílum (sem eru farnir að skipta hundruðum) hefur fólk verið með verulega lítil börn, engann kuldagalla eða búið til vetrarferða á leiðinni í frí. Þetta hafa verið kjötætur, grænkerar, útlendingar og allt þar á milli.

Hvert er ég svo að fara með þessu rausi, jú hjá mér vaknaði sú spurning að ef bóndi sem missir dýr við hrikalegar aðstæður þar sem hann hefur gert allt sem í mannlegu valdi er hægt að gera og jafnvel sett sjálfan sig í lífshættu er dýraníðingur eigum við þá í alvörunni að kalla fólk sem lendir í hrikalegum aðstæðum á leið sinni í frí með börn sín barnaníðinga,,, í alvörunni????

Ég hef sest niður með foreldrum sem voru föst í bíl með eins og þriggja ára gömlum börnum í blindhríð eftir að þeim var bjargað og ef ég hefði byrjað samtalið á því að kalla þau barnaníðinga hefði það raunverulega ýtt þeim fram af brúninni.

Ég vil biðja fólk um að hugsa aðeins áður en það fellir stóra dóminn í kommenta kerfum netsins,, hugsið um það að á bakvið erfiða atburði er fólk,, fólk eins og ég og þú,, og ég og þú vitum aldrei hvenær við lendum í aðstæðum þar sem litla hjartað okkar má illa við því að taka við ógeðslegum yfirlýsingum.

Ást og friður

Formaður Dýraverndarsambands Íslands biður fólk um að sýna tillitsemi

Bændur hafa einnig verið gagnrýndir harkalega fyrir að fóðra útigangshrossin ekki nægilega vel og því kennt um að hrossin drápust í óveðrinu. Meðal annars hefur lesandi hringt inn á ritstjórn DV með þessa umkvörtun. DV bað um álit hjá Hallgerði Hauksdóttur, formanni Dýraverndarsambands Íslands. Viðhorf hennar til málsins einkennist af varfærni en hún segir:

„Hrossafellirinn í ár er vegna afbrigða í náttúrufari sem gerðu að verkum að jafnvel okkar sérstaklega aðlöguðu hestar réðu ekki við aðstæður. Vel fóðraðir hestar verða jafnt undir við svona hamfarir og þeir minna fóðruðu, enda skapast þessi fellir fyrst og fremst vegna ofsaveðurs og yfirdrifins snjóþunga sem hestarnir ráða ekki við. Við biðjum fólk að sýna tillitsemi og átta sig á að hér er almennt ekki um að ræða kæruleysi bænda eða vanhöld á skepnum, heldur náttúruhamfarir. Hugur okkar er fyrst og fremst hjá þeim hestum sem enn eru úti og við vitum að allt kapp er lagt á að finna þá eftir því sem aðstæður leyfa. Við vonum að þessu ljúki sem fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð

Lögreglan sögð brjóta reglur um einkennismerki – Merki sérsveitarinnar eigi sér enga stoð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér

Hlaut dóm eftir óhugnanlegt atvik í miðjum Covid-faraldri – Óvíst hvort þolandinn nær sér
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala

Lögregla hafði afskipti af manni með leiðindi á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans