fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Fullyrða að Atli Viðar eigi inni nokkrar milljónir hjá FH: Ætlaði í mál við þá en hætti við

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 11:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við sögðum frá í vikunni þá var það umdeild ákvörðun hjá stjórn knattspyrnudeildar FH að færa fjármuni af reikningum Barna og Unglingaráðs, yfir í meistaraflokk félagsins til að gera upp skuldir við leikmenn. Barna og unglingaráð vildi ekki lána þessa fjármuni sem náð var í, ráðið sagði af sér vegna málsins.

FH hefur skuldað leikmönnum sínum talsverðar fjárhæðir síðustu mánuði og mikið verið fjallað um málið. Fjallað var um málið í Dr. Football í dag en þar er fullyrt að Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmaður félagsins eigi inni einhverjar milljónir hjá félaginu.

Atli Viðar hætti í FH fyrir meira en ári síðan. ,,Ég hef fengið 93 ábendingar um að Atli Viðar eigi inni pening hjá FH,“ sagði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi þáttarins.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins segir að Atli Viðar hafi ætlað í málaferli við FH. ,,Skýrslan er þannig, hann var á leiðinni í málaferli við félagið. Þetta hleypur á einhverjum milljónum, það náði að stoppa þessi málaferli í bili. Ég væri búinn að heyra ef greiðslur væru komnar.“

,,Þetta er grafalvarleg staða,“ sagði Hjörvar Hafliðason um málefni FH-inga.

FH hefur gefið út að gert verði upp við leikmannahóp félagsins fyrir jól, Mikael Nikulásson telur að það muni nást. ,,Ég held að þeir nái að klára launin hjá leikmönnum fyrir jól en hvort þeir nái að gera upp við þá sem eru hættir, veit ég ekki um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum

Hræðilegar fréttir frá Spáni – Stjarna Liverpool lét lífið í bílslysi í morgun ásamt bróður sínum
433Sport
Í gær

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir

Dumfries fáanlegur fyrir 25 milljónir