fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Grjót fauk á land á Ólafsfirði | Myndir

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 12:39

Myndir: Lára Stefánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert af grjóti og drullu gekk á land í óveðrinu á Ólafsfirði í gærkvöldi og í nótt. Meðfylgjandi myndir tók Lára Stefánsdóttir hjá björgunarsveitinni Tindi í morgun en þær sýna glöggt þau miklu áhrif sem óveðrið hafði og þann mikla kraft sem því fylgdi.

Lára sagði í samtali við DV í morgun að töluvert tjón hafi orðið í bæjum, aðallega á fyrirtækjahúsnæði en einnig á íbúðarhúsi. „Ég var að horfa á bæjarskemmuna og þar eru til dæmis farnar hurðar. Við erum svo sem ekki búin að meta tjónið almennt. Nú erum við að bjarga því sem skiptir mestu máli.“

Lára sagðist aldrei hafa upplifað annað eins. „Það er brimvarnargarður hinum megin við húsið hjá björgunarsveitinni og ég hef aldrei séð sjóinn ganga svona yfir hann, stórar holskeflur.“

Lögreglan á Norðurlandi eystra hvatti íbúa á Ólafsfirði í morgun til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. „Járnplötur og brak úr húsum eru á víð og dreif og þá hefur grjót gengið á land. Viljum við sérstaklega nefna Sjávargötu og Námuveg,“ sagði lögregla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Í gær

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins

Lýður kærir synjun á niðurrifi Hvítabandsins