fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Grjót fauk á land á Ólafsfirði | Myndir

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 11. desember 2019 12:39

Myndir: Lára Stefánsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluvert af grjóti og drullu gekk á land í óveðrinu á Ólafsfirði í gærkvöldi og í nótt. Meðfylgjandi myndir tók Lára Stefánsdóttir hjá björgunarsveitinni Tindi í morgun en þær sýna glöggt þau miklu áhrif sem óveðrið hafði og þann mikla kraft sem því fylgdi.

Lára sagði í samtali við DV í morgun að töluvert tjón hafi orðið í bæjum, aðallega á fyrirtækjahúsnæði en einnig á íbúðarhúsi. „Ég var að horfa á bæjarskemmuna og þar eru til dæmis farnar hurðar. Við erum svo sem ekki búin að meta tjónið almennt. Nú erum við að bjarga því sem skiptir mestu máli.“

Lára sagðist aldrei hafa upplifað annað eins. „Það er brimvarnargarður hinum megin við húsið hjá björgunarsveitinni og ég hef aldrei séð sjóinn ganga svona yfir hann, stórar holskeflur.“

Lögreglan á Norðurlandi eystra hvatti íbúa á Ólafsfirði í morgun til að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. „Járnplötur og brak úr húsum eru á víð og dreif og þá hefur grjót gengið á land. Viljum við sérstaklega nefna Sjávargötu og Námuveg,“ sagði lögregla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra

Kveiks-fíaskóið vandræðalegt fyrir RÚV í ljósi tengsla útvarpsstjóra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik