fbpx
Sunnudagur 26.maí 2024
Fréttir

Sjáðu myndbandið: Bandbrjálað veður á Ólafsfirði í gærkvöldi – „Nú erum við að bjarga því sem skiptir mestu máli“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 11. desember 2019 11:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við erum búin að fara rúnt um bæinn og skoða þetta. Þetta er mikið fok og mikill ágangur sjávar þannig að það eru götur sem eru fullar af grjóti og drullu,“ segir Lára Stefánsdóttir hjá björgunarsveitinni Tindi á Ólafsfirði.

Vitlaust veður hefur verið um allt land síðan og hefur það verið einna verst á Ólafsfirði þar sem töluvert tjón hefur orðið. Lára var að mæta aftur á vaktina þegar DV náði tali af henni um 11 leytið.

Lögreglan á Norðurlandi eystra sendi frá sér áréttingu í morgun þar sem íbúar á Ólafsfirði voru beðnir um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu. Járnplötur og brak úr húsum er á víð og dreif.

„Við erum búin að fara yfir allt. Það er allt í lagi með fólk en við erum ekki með rafmagn,“ sagði Lára. Hún segir að svo virðist vera sem óveðrið fyrir norðan sé eitthvað að ganga niður, það sé að minnsta kosti ekki jafn hvasst og í gærkvöldi og í nótt.

Lára tók meðfylgjandi myndband í gærkvöldi af störfum björgunarsveitarinnar en á myndbandinu má sjá að það var varla stætt vegna hvassviðris. „Þetta er búið að vera svolítið stíft,“ segir hún.

Lára segist að líkindum ekki hafa upplifað annað eins á sinni ævi. „Vísindalega þá skilst mér að það hafi aldrei komið svona veður á Íslandi. Það er brimvarnargarður hinum megin við húsið hjá björgunarsveitinni og ég hef aldrei séð sjóinn ganga svona yfir hann, stórar holskeflur.“

Lára segir augljóst að töluvert tjón hafi orðið. „Aðallega á allskonar fyrirtækjahúsnæði en líka eitthvað tjón á íbúðarhúsnæði. Ég var að horfa á bæjarskemmuna og þar eru til dæmis farnar hurðar. Við erum svo sem ekki búin að meta tjónið almennt. Nú erum við að bjarga því sem skiptir mestu máli.“

Lára segir að björgunarsveitin á Ólafsfirði hafi verið á vaktinni nánast í heilan sólarhring. „Við erum með þreyttan mannskap en líka eitthvað um nýjan mannskap. Við höfum reynt að passa upp á hvíld en þetta er töff því við fáum engar bjargir annars staðar frá. En við erum með góðan mannskap sem er búinn að standa sig frábærlega. Það eru margir sem vaxa í svona verkefnum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Rúta logaði í Borgartúni

Rúta logaði í Borgartúni
Fréttir
Í gær

Ásu Guðbjörgu og börnum brugðið eftir að lögreglan sneri aftur á heimili þeirra – „Þau bara ná ekki utan um þetta“

Ásu Guðbjörgu og börnum brugðið eftir að lögreglan sneri aftur á heimili þeirra – „Þau bara ná ekki utan um þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnumálastofnun mátti ekki neita fólki um atvinnuleysisbætur bara því þau voru eigendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn eða prókúruhafar fyrirtækja í virkum rekstri

Vinnumálastofnun mátti ekki neita fólki um atvinnuleysisbætur bara því þau voru eigendur, framkvæmdastjórar, stjórnarmenn eða prókúruhafar fyrirtækja í virkum rekstri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður

Sunak sagður hafa svikið loforð sem hann gaf syrgjandi móður