fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Davíð sagður hafa tryllst – „Viðurstyggilegir helvítis bjálfar og mannleysur“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. desember 2019 13:46

Davíð Oddsson telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu vera gagnslaust hálfkák.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vitleysingar og fávitar, kratasamtök og idíótar, fávitar sem ekki ráða við nokkurn skapaðan hlut……Viðurstyggilegir helvítis bjálvar og mannleysur.“

Þessi orð eru höfð eftir Davíð Oddsyni, ritstjóra Morgunblaðsins og fyrrverandi forsætisráðherra, í nýrri ævisögu Halldórs heitins Ásgrímssonar, sömuleiðis fyrrverandi forsætisráðherra. Þeir sem eru eldri en tvævetra ættu að muna að þeir tveir voru nánir samstarfsmenn um árabil.

Í bókinni er vitnað í minnisatriði ráðherra af fundum ríkisstjórnarinnar þar sem lýst er orðrétt hvernig Davíð Oddsson talaði.

Hringbraut vitnar í umrædda bók og segir að Davíð hafi stundum verið viti sínu fjær á ríkisstjórnarfundum. Orð hans hér fyrir ofan ku hafa beinst að Flugleiðum.

Ekki kemur fram hvers vegna Davíð var svo illa við Flugleiðir umrætt skipti. Ekki er harla ólíklegt að að það tengist komu Falun Gong til landsins árið 2002. Þá vildi ríkisstjórnin banna iðkendum Falun Gong að koma um borð í Flugleiðavélar.

Sjá einnig: Íslensk stjórnvöld notuðu „svartan lista“ Kínverja til að handtaka fólk: „Þegar ég neitaði að láta þá fá farsímann minn hótuðu þeir að beita valdi”

Samkvæmt Hringbraut úthúðaði Davíð ekki einungis Flugleiðum. Á ríkisstjórnarfundi þann 21. nóvember 2003 er hann sagður hafa kallað ónefnda athafnamenn „vafasama pappíra og glæpahyski“.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar

Forstjóri Play boðaði til starfsmannafundar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“

Nígeríska brúðurin greinir frá því hvers vegna hjónin völdu Ísland – „Ísland við elskum þig svo mikið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina

Norðurlandamót unglinga í kraftlyftingum haldið hér á landi um helgina
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi

Kemur Quang Le til varnar – Útskúfun úr samfélaginu að hafa ekki aðgang að bankareikningi