fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Magnús Ingi er látinn


Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Magnús Ingi Magnússon matreiðslumeistari, betur þekktur sem Texas-Maggi, er látinn, 59 ára að aldri.

Magnús var fæddur þann 19. maí 1960 og var gífurlega vinsæll á meðal landsmanna. Hann var lengi kenndur við veitingastaðinn Texasborgara, sem opnaði árið 2012 og hætti rekstri fimm árum síðar. Á seinni árum rak hann tvo aðra veitingastaði, Sjávarbarinn og Matarbarinn, sem var opnaður í júlí á þessu ári. Auk þess hefur hann í gegnum tíðina unnið fjölmörg störf í veitingageiranum.

Magnús var einnig þekktur yfir lauflétta og fyndna sjónvarpsþætti sína um ferðalög og matreiðslu. Hann var lengi með sjónvarpsþátt á ÍNN, Eldhús meistaranna, og fór hann þar oft á kostum. Jafnframt var hann duglegur að birta myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum úr hinu daglega lífi.

Matreiðslumeistarinn vakti mikla athygli árið 2016 er hann bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Var öll kosningabarátta hans á léttum og græskulausum nótum.

Eftirlifandi eiginkona Magnúsar er Analisa Monticello.

DV sendir öllum ástvinum og öðrum aðstandendum Magnúsar innilegar samúðarkveðju.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld

Gunnar Smári: Samstöðin gæti lokað í kvöld
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Í gær

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu

Kröfuhafi situr eftir með sárt ennið eftir að afsal var ógilt – Sakar Gandra um lævísa fléttu
Fréttir
Í gær

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“

Stefán Einar hæddist að formanni Sjálfstæðisflokksins á bjórkvöldi -„Þarf að gyrða sig í brók“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“

Sérfræðingur telur að höfundarréttarlög hafi verið brotin með múmínlundinum – „Mér finnst það mjög líklegt já“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“