fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Albert og Þórir í Fram: Félagið ætlar sér stóra hluti

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2019 10:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnufélagið Fram gerði í vikunni samning við tvo sterka leikmenn sem hafa reynslu úr efstu deild. Þórir Guðjónsson sem leikið hefur með Breiðabliki undanfarin ár snýr aftur heim en hann lék með Fram upp alla yngri flokka. Auk Breiðabliks hefur Þórir spilað með Fjölni og Val í meistaraflokki. Hann á alls 147 leiki í meistaraflokki og í þeim hefur hann skorað 47 mörk. Þórir Guðjónsson er 28 ára og er samningur hans við Fram til tveggja ára.

„Ég er glaður að vera búinn að skrifa undir hjá Fram og hlakka til að takast á við nýjar áskoranir. Ég vil nýta tækifærið og þakka Breiðablik fyrir samstarfið og óska þeim góðs gengis næsta sumar. Mér finnst heillandi að snúa aftur til uppeldisfélagsins og hjálpa til við að koma félaginu á þann stað sem það á að vera. Nonni þjálfaði mig í 2. flokki á sínum tíma og ég er spenntur að vinna aftur með honum. Mér líst vel á liðið. Ég þekki nokkur andlit í hópnum en svo eru þarna líka ungir og efnilegir strákar sem ég hlakka til að spila með,“ sagði Þórir

Albert Hafsteinsson er 23 ára miðjumaður sem kom við sögu í 15 leikjum með ÍA í Pepsi Max deildinni í sumar. Albert hefur leikið 101 meistarflokks leik með skagaliðinu og býr yfir gæðum sem munu nýtast Fram vel á komandi árum. Samningur Alberts er til þriggja ára. „Ég er mjög ánægður með að vera kominn í Fram. Fram er félag með mikla sögu og það eru mjög jákvæðir og skemmtilegir hlutir í kringum klúbbinn núna og mikil uppbygging, bæði innan vallar sem utan. Það er frábært tækifæri fyrir mig að fá að taka þátt í því. Þjálfararnir eru reynslumiklir og vilja spila skemmtilegan fótbolta og vonandi nýtast mínir styrkleikar vel í þá hugmyndafræði. Ég þekki nokkra í leikmannahópnum og hópurinn er á góðum aldri. Ég tel að þetta sé rétt skref á þessum tímapunkti á mínum ferli.“

Fyrr í haust samdi Fram við þrjá sterka leikmenn þá Ólaf Íshólm Ólafsson markvörð, sóknarmanninn Alexander Má Þorláksson og varnarmanninn Gunnar Gunnarsson en allir koma þeir með gæði og reynslu inn í hópinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár
433Sport
Fyrir 2 dögum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 2 dögum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill