fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Óttast að þau muni ekki hitta hana aftur

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. nóvember 2019 06:00

Meghan Markle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt frá því að Meghan Markle giftist Harry Bretaprinsi og fékk titilinn hertogaynja af Sussex hefur hún átt í stöðugt minni samskiptum við fjölskyldu sína í Bandaríkjunum. Ættingjar hennar vestanhafs óttast að þeir muni aldrei aftur fá að halda upp á þakkargjörðarhátíðina með Meghan.

Daily Mail skýrir frá þessu. Haft er eftir frænda hennar, Joseph Johnson, að hann óttist þetta. Hann er móðurbróðir Meghan. Í samtali við blaðið rifjaði hann upp minningar um þakkargjarðarhátíðir sem Meghan eyddi með fjölskyldu sinni.

Hann sagðist ekki hafa trú á að Meghan muni nokkru sinni aftur halda upp á þakkargjörðarhátíðina með ættingjum sínum vestanhafs nema hún vilji það virkilega sjálf og óski eftir því. Fjölskyldan verði þá til staðar fyrir hana ef svo fer. Hann sagðist telja að allskonar reglur bresku hirðarinnar komi í veg fyrir að hún geti gert þetta.

Hann sagði orðið langt síðan hann eða aðrir ættingjar hafi hitt Meghan og móður hennar, Doria Ragland. Í raun hefur hún ekki hitt neina ættingja sína, nema móður sína, síðan samband hennar og Harry hófst.

Ekki hefur verið tilkynnt hvar hertogahjónin ætla að halda upp á þakkargjörðarhátíðina að þessu sinni. Daily Mail hefur heimildir fyrir að Meghan hyggist fá móður sína til sín og fagna deginum með henni, Harry og syni þeirra Archie í Frogmore Cottage í Windsor. Hjónin ætla að eyða jólunum með móður Meghan að þessu sinni en síðustu tvö ár hafa þau eytt þeim með Elísabetu drottningu í Sandringham.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið

Beit tunguna af geranda sínum og sögð glæpamaðurinn – 41 ári seinna sigraði réttlætið
Pressan
Fyrir 2 dögum

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix

„Facebook-nauðgarinn“ laut í lægra haldi fyrir Netflix
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós

Kennari fór í veikindaleyfi árið 2009 – Mörgum árum síðar komu ótrúleg mistök í ljós
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað

Skelfilegri Facebook-síðu loksins lokað
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið

Harmleikurinn í Lissabon: Skipti um sæti við eiginmanninn rétt fyrir slysið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn

Endurfundir Harry og Karls helmingi lengri en þeir síðustu – Lét falleg orð falla um föður sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“

Fékk áfall þegar hún sá myndbandið í tölvu kærastans – „Þessi hræðilegi maður eyðilagði allt“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju

Segja spennu ríkja milli Trump og RFK og að forsetinn sé milli steins og sleggju