fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Margrét Erla: „Ógeðið er alls staðar. Ein­eltið og pervert­arnir finna sína leið“

Auður Ösp
Mánudaginn 24. júlí 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ógeðið er alls stað­ar. Ein­eltið og pervert­arnir finna sína leið,“ segir Margrét Erla Maack fjölmiðlakona en í pistli greinir hún frá atviki sem vakti hana til umhugsunar um útbreiðslu Snapchat forritsins meðal íslenskra unglinga. Sjálf á Margrét stóran fylgjendahóp á samfélagsmiðlinum og var það ekki þar til nýlega að hún áttaði sig á þar á meðal eru eiinnig ungmenni á viðkvæmum aldri.

Í pistli sem birtist á vef Kjarnans bendir Margrét á að samfélagsmiðlar í dag séu mikil gróðastía fyrir einelti og þá greinir hún frá nýlegu atviki sem sýnir glögglega hversu vinsælt Snapchatt forritið er á meðal íslenskra ungmenna. Segir Margrét að oftar en ekki hafi myndefni hennar á miðlinum fyrst og fremst verið ætlað fullorðnum.

Greinir Margrét Erla frá því að nýlega hefði hún birt mynd af ónefndum aðila á Snapchat rás sinni og greint frá því að sá hinn sami hefði eitt sinn gerst sekur um árás. Viðkomandi aðili braut bjórglas á höfði vinar Margrétar Erlu á sínum tíma. Uppátæki Margrétar átti þó eftir að draga ákveðinn dilk á eftir sér.

„Ég var ekki að koma með nýjar upp­lýs­ingar – þetta var blaða­mál á sínum tíma, og allir nafn­greindir með mynd, en það er alveg þónokkuð síð­an. Dag­inn eftir hringir kepp­and­inn í mig. Ég verð auð­vitað gjör­sam­lega miður mín, og tek þetta út í snatri. Þá hafði tán­ings­dóttir manns­ins séð þetta á snaptjatt og allt fjöl­skyldu­lífið í mol­um.“

Margrét Erla kveðst þarna hafa byrjað að setja spurningamerki við innihald myndefnisins sem hún hafði verið að setja inn á Snapchat rás sína.

„Eftir sím­talið gat ég þó ekki varist hugs­un­inni um að ég hefði átt að spyrja hann hversu lengi dóttir hans hefði fylgt mér á snapptjatt. Ég hefði nefni­lega sett fleiri mann­skemm­andi hluti á snapptjattið mitt fyrir ung­ling að sjá, þó ekki væri það ein­elt­is­grín fyrr en þarna,“ ritar Margrét en hún kveðst hafa tekið sig á í notkun sinni á miðlinum í kjölfar þessa atviks.

„Kæru for­eldrar ekki leyfa börn­unum ykkar að foll­owa mig á snapptjatt. Ég vona að sá mið­ill sé bara búinn hjá tán­ingum og ein­hver annar kom­inn í stað­inn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Í gær

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“

Íslenskar konur lýsa ömurlegri reynslu: „Á MEÐAN ÉG LÁ NAKIN VIÐ HLIÐINA Á HONUM“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“