fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Ferðaþjónustan áfram langstærsta útflutningsgreinin

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 26. nóvember 2019 13:30

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ágjöf í ferðaþjónustu hefur leitt til samdráttar í útflutningstekjum greinarinnar og minni afgangs af þjónustuviðskiptum það sem af er ári en á sama tíma í fyrra, samkvæmt Korni Íslandsbanka.

Ferðaþjónusta skilar þó ennþá jafnvirði nærri fjögurra af hverjum tíu krónum í gjaldeyristekjum þjóðarbúsins og ríður baggamuninn um að talsverður afgangur mun væntanlega reynast áfram af utanríkisviðskiptum.

Samkvæmt nýlegum tölum frá Hagstofu nam afgangur af þjónustujöfnuði 101 milljarði króna á þriðja fjórðungi ársins. Það er 22 mö.kr. minni afgangur en í sama fjórðungi fyrir ári og liggur munurinn að langstærstum hluta í minni tekjum af ferðaþjónustu. Þannig skruppu útflutningstekjur af ferðaþjónustu saman um 4,6 ma.kr. á milli ára, en sá liður endurspeglar útgjöld erlendra ferðamanna meðan á dvöl þeirra hérlendis stendur. Snarpastur var þó samdrátturinn í tekjum af samgöngum og flutningum, en þar nam hann 18,3 mö.kr. sem jafngildir því að ríflega fimmtungi færri krónur hafi komið í kassa innlendra aðila vegna ferðalaga útlendinga í ár en á sama tíma í fyrra.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða

Sigmundur Ernir skrifar: Hræðslan við breytingar er íhaldinu ofviða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást