fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fókus

Sævari leiðist sumarið

Ætlar að ferðast til Bandaríkjanna í sumar til að upplifa sólmyrkva -Hvetur fólk til að virða sumar-vetrarbrautina fyrir sér

Kristín Clausen
Laugardaginn 15. júlí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólíkt flestum Íslendingum bíður vísindamiðlarinn Sævar Helgi Bragason spenntur eftir því að það byrji að rökkva aftur. Ástæðan er fyrst og fremst sú að lítið af himingeimnum og öllu því sem hann hefur upp á að bjóða sést í íslensku sumarnóttinni. Sævar heldur til Bandaríkjanna í byrjun ágúst þar sem hann ætlar að freista þess að sjá loftsteinadrífu og sólmyrkva. Þá gefur hann lesendum DV góð ráð um það hvað er skemmtilegast að sjá á himninum á þessum árstíma. Hvort sem er á Íslandi eða sunnar á hnettinum.

Sjónarspil á himingeimnum

„Sólmyrkvinn sem ég ætla að sjá verður þann 21. ágúst næstkomandi í Bandaríkjunum. Hann mun ná stranda á milli. Sólmyrkvinn byrjar í Oregon og endar í Suður-Karólínu, og verður sá sólmyrkvi í sögunni sem flestir hafa séð,“ segir Sævar en um almyrkva er að ræða. Næst verður almyrkvi yfir Íslandi árið 2026. Sævar gerir ráð fyrir að berja dýrðina augum í Wyoming þar sem veðurskilyrði eru yfirleitt með besta móti. Þá ætlar Sævar að fylgjast með loftsteinadrífu sem mun sjást um allan heim í ágúst. „Það er hægt að sjá loftsteinaregnið hvar sem er ef það er nógu mikið myrkur.“
Íslendingar geta fylgst með sólmyrkvanum hér á landi en um klukkan 18.45 að kvöldi 21. ágúst mun tunglið fara um það bil 2 prósent fyrir sólina. „Það er óverulegur deildarmyrkvi. Eiginlega bara pínulítill en að sjálfsögðu sjónarspil fyrir þá sem eiga sólmyrkvagleraugu. Ég hvet fólk að sjálfsögðu til að vera búið að finna til gleraugun og fylgjast með.“

Sumar-vetrarbrautin glæsileg

Þann 25. júlí næstkomandi byrjar aftur að rökkva á Íslandi. Á því tímabili, eða til 12. ágúst, má sjá svokölluð silfurský á himni. Sævar segir þau ægifögur. Nánast eins og þau séu sjálflýsandi þótt auðvitað sé það sólin sem lýsi þau upp. „Silfurskýin verða til af ískristöllum. Það veit samt enginn nákvæmlega af hverju þau myndast en veðurfræðingar hafa mikinn áhuga á að rannsaka þau. Skýin eru í um það bil 80 kílómetra hæð í 70 gráðu frosti. Þetta er mjög fallegt.”
Sævar hvetur einnig fólk til að virða fyrir sér sumar-vetrarbrautina. Hún er sérstaklega falleg og áberandi sunnar á hnettinum allt sumar. Seint í ágúst verður hún einnig orðin vel sjáanleg á Íslandi. Því er mikilvægt að gleyma ekki að líta til himins í sumarfríinu. „Sumar-vetrarbrautin er sérstaklega glæsileg. Hún er þykkari og miklu meira áberandi en á öðrum árstímum. Til dæmis má sjá Bogmanninn og spámanninn. Það þarf ekkert annað en einfalt app í símanum sem staðsetur stjörnumerkin og lítinn handsjónauka. Þá er hægt að sjá glæsilegar geimþokur, stjörnuþyrpingar og önnur fyrirbæri í geimnum. Það er miklu skemmtilegra að njóta náttúrunnar en að eyða tímanum á barnum á kvöldin.“

Töfrandi sumarnætur

Það er þó ekki allt slæmt við björtu sumarnæturnar á Íslandi. Sævar bendir á að tunglið sé gríðarlega tilkomumikið síðsumars á Íslandi. „Það rís fullt í bleiku belti Venusar rétt fyrir ofan sjóndeildarhringinn. Skömmu eftir að sólin er sest eða er að setjast. Rétt fyrir neðan er svo skugginn af jörðinni. Tunglið virðist því mjög lágt á lofti. Fyrir vikið eru þessar íslensku síðsumarnætur einstaklega fallegar.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Í gær

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Í gær

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“