fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Fréttir

Gunnar Smári spyr hvort ný frétt RÚV sé grín

Ritstjórn DV
Föstudaginn 22. nóvember 2019 11:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og sósíalisti, segir frétt sem birtist á vef RÚV stórfurðulega. Fréttin er byggð á viðtali við Pétur Þ. Óskarsson, forstjóra Íslandsstofu, á Rás 1. Hann var spurður um hvort Samherjamálið hefði áhrif á orðspor Íslands. Gunnar Smári bendir á að hann er líklega ekki alveg hlutlaus þar sem nýr framkvæmdastjóri Samherja er stjórnarformaður Íslandstofu.

Pétur sagði málið engin áhrif hafa á orðspor Íslands. „Við höfum ekki fengið nein dæmi um það að önnur íslensk fyrirtæki séu að finna fyrir þessu máli í sínum viðskiptum og umfjöllunin hefur ekki verið að tengjast Íslandi eða íslensku samfélagi með beinum hætti. [Það er] bundið við Samherja og meintar aðgerðir þeirra í Namibíu. Raunar í fjörutíu prósentum af þeirri erlendu umfjöllun um málið sem að birst hefur þá hefur ekki verið minnst á Ísland,“ var haft eftir Pétri.

Gunnar Smári segir að RÚV hefði ekki átt að spyrja þennan mann að þessu. „Er þetta grínfrétt? Framkvæmdastjóri íslandsstofu, hvers stjórnarformaðurinn er orðinn forstjóri Samherja, segir Samherja-hneykslið ekki hafa skaða neitt. Af hverju spurðu RÚV ekki bara Þorstein Má sjálfan? Það er ekki nóg að geta þessara tengsla í lok fréttar, hin réttu viðbrögð eru að hringja ekki í Íslandsstofu næstu þrjá áratugina,“ segir Gunnar Smári í færslu í Facebook-hóp sósíalista á Íslandi.

Hann segir enn fremur að óháð þessu þá sé Íslandstofa ekki hlutlaus aðili. „Íslandsstofa er heldur ekki hlutlaus opinber stofnun heldur eitthvert drullumakerí stjórnvalda og fjármagns- og fyrirtækjaeigenda, leikvöllur fyrir fulltrúa hinna ríku að leika sér með skattfé,“ segir Gunnar Smári.

Árni Sveinsson kvikmyndagerðarmaður bætir við þetta og birtir mynd af stjórn Íslandsstofu en minnst þrír af sjö í henni tengjast Sjálfstæðisflokknum með beinum hætti. „Gæti eins verið framkvæmdaráð flokksins,“ skrifar Árni. Myndina má sjá hér fyrir ofan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína

Gamlar syndir elta Gabríel Douane – Sauð upp úr þegar stúlkan vildi fá úlpuna sína
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað

Starfsmaður ríkissaksóknara sakaður um húsbrot, eignaspjöll og þjófnað
Fréttir
Í gær

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum

Enn deilt um Blóðberg: Bók með lýsingum á hópnauðgun skyldulesefni hjá ungmennum
Fréttir
Í gær

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“

Er þetta ógreint vandamál íslenskunnar? – „Ekkert sem kallar til mín“
Fréttir
Í gær

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki

Kröfðust úrbóta á verðmerkingum fjölda fyrirtækja í Kringlunni og Smáralind – Sjö hlýddu ekki
Fréttir
Í gær

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“

Sesselja varar sterklega við hugsanlegum breytingum – Það væri synd og skömm að fella niður jafn mikilvæga starfsstétt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“

Fullyrðir að slys á Vestfjörðum hafi verið sviðsett til að hylma yfir morð – „Með duttlungum skal land byggja“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi

20% kvenna og 10% karla á Íslandi hafa orðið fyrir heimilisofbeldi