fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Krefst útivistardóms í máli Jóhanns Helgasonar vegna meints stuldar á Söknuði

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. nóvember 2019 07:59

Jóhann Helgason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Los Angeles í Bandaríkjunum er nú með til meðferðar stefnu Jóhanns Helgasonar vegna meints lagastuldar á laginu Söknuði eftir Jóhann. Rolf Løvland, lagahöfundur, og Brendan Graham, textahöfundur, hafa ekki brugðist við stefnu Jóhanns en þeir eru skráðir höfundar lags og texta „You Raise Me Up“ sem Jóhann telur vera stolna útgáfu af Söknuði.

Lögmaður Jóhanns krefst þess því að dæmd verði útivist í málinu. Fréttablaðið skýrir frá þessu. útivistardómur hefur í för með sér að meðferð málsins mun halda áfram fyrir dómi þótt Løvland og Graham hafi ekki gripið til varna. Blaðið hefur eftir Jóhanni að það komi honum á óvart að Løvland hafi ekki brugðist við stefnunni, varla sé það kostnaðurinn sem hann er að horfa í en „You Raise Me Up“ hefur verið sagt það lag sem hefur aflað einna mestra tekna í gegnum tíðina.

Í kröfu lögmanns Jóhanns er bent á að Løvland hafi tvisvar neitað að taka við stefnu í málinu og hafi honum á endanum verið stefnt í samræmi við Haag-sáttmálann þann 21. ágúst síðastliðinn og Graham þann 8. apríl. Báðum hafi þeim því verið stefnt á löglegan hátt. Lögmaðurinn segir í kröfunni að hann telji það vera ásetning Løvland og Graham að hafa ekki brugðist við stefnunni.

Málarekstur Jóhanns gegn tónlistarfyrirtækjum, sem tengjast málinu, mun halda áfram þótt dómari fallist á kröfuna um útivistardóm því fyrirtækin hafa gripið til varna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi

Þættir um íslenskt grín fengu enga endurgreiðslu – Skýringar á því voru ófullnægjandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“

Sæþór segir að Sanna sé ekki vinsæl innan Sósíalistaflokksins – „Ekki hægt að hafa fulltrúa sem vinnur ekki með flokknum“
Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Í gær

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“