fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ítalskur maður ákærður fyrir líkamsárás í Vestmannaeyjum – Kýldi mann í andlit og höfuð hjá Lundanum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 20. nóvember 2019 11:54

Frá Vestmannaeyjum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur ítalskur maður, Fabio Modesto að nafni, á að mæta fyrir dóm þann 12. desember vegna ákæru fyrir líkamsárás. Maðurinn er búsettur í Vestmannaeyjum. Ákæran og fyrirkallið eru birt í Lögbirtingablaðinu sem gefur til kynna að ekki hafi tekist að birta Fabio ákæruna. Í fyrirkallinu segir:

„Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum.“

Kýldi mann á Lundanum

Fabio er gefið að sök að hafa kýlt mann ítrekað í andlitið og höfuðið við inngang skemmtistaðarins Lundinn, Kirkjuvegi 21 í Vestmannaeyjum, en atvikið á að hafa átt sér stað í október 2018. Í árásinni á að þolandi að hafa hlotið „kúlu miðlægt á hægri augabrún, húðskurð þvert yfir nefkamb og húðblæðingu með mari neðan við skurðinn sem og mar undir bæði augu.“

Krafist er þess að Fabio verði dæmdur til refsingar og greiðslu málskostnaðar. Það er Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, sem gefur út ákæruna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann

Hefur þú stofnað bankareikning í Danmörku? Þá þarftu kannski að bregðast hratt við svo peningarnir þínir renni ekki í danska ríkiskassann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum

Facebook hafnaði kosningaauglýsingu Guðmundar Felix á undarlegum forsendum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum

Ljótar sögur ganga um starfsmenn Langanesbyggðar – Björn sveitarstjóri talar um „eitrað andrúmsloft“ á staðnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“

Mörg dæmi um að frændhygli, kunningsskapur og pólitísk fyrirgreiðsla ráði för – „Og svo spurði ég um spillingu“