fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Flugvél flaug yfir baðströnd með borða „Farið heim skrambans ferðamenn“

Frægur grínari að verki – Bæjarstjórinn hafði ekki húmor fyrir uppátækinu

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yvon Bourrel, bæjarstjóri í Carnon á suðurströnd Frakklands, þurfti að gefa út yfirlýsingu til að róa ferðamenn á svæðinu. Ástæðan var sú að flugvél flaug yfir vinsæla baðströnd bæjarins með borða sem á stóð „Farið heim skrambans ferðamenn“ á ensku. Nokkru seinna flaug vélin aftur yfir ströndina en þá með sömu skilaboð á spænsku.

Það var hinn Youtube stjarnan og grínistinn Remi Gaillard sem stóð að hrekknum. Lögreglan náði þó að stöðva grínið áður en hann flaug í þriðja skiptið með borða á frönsku.

Gaillard hóf hrekkjaferil sinn eftir að hann missti vinnu í skóbúð. Rúmlega 6 milljónir fylgja rás hans sem er ein af vinsælustu grínrásum Youtube.

Ekki fyndið

Bourrel var hins vegar ekki skemmt og hafði áhyggjur af því hvernig ferðamennirnir á svæðinu myndu taka þessu. Í Twitter færslu sagði hann að atvikið hefði valdið „uppnámi“ og fullvissaði alla ferðamenn að íbúar Carnon myndu taka þeim fagnandi.

Gaillard svaraði Bourrel á Twitter og fullvissaði hann um að atvikið hefði verið brandari og ekki meint til að skaða ferðamannabransann á svæðinum. Hann notaði einnig tækifærið til að bauna aðeins á öryggisgæslu baðstrandarinnar. „Mér finnst uppnámið vera að strandverðirnir fara heim klukkan 18:30 meðan það er enn fullt af fólki á ströndinni.“

Brandari hans hafi hins vegar valdið því að strandverðirnir þurftu að vinna yfirvinnu þennan dag, og komu þar af leiðandi veikum ferðamanni frá París til aðstoðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd