fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Ásgeir Trausti heimsækir heimabæinn

Heimatónleikar fyrir heimsferðalag

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júlí 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Trausti hélt einstaka tónleika í Félagsheimilinu á Hvammstanga í byrjun júlí. Ásgeir Trausti ólst upp á Laugarbakka og hefur áður haldið tónleika í heimabæ sínum, heimamönnum og gestum til mikillar ánægju. Næst tekur við strangt tónleikaferðalag um Evrópu, Ástralíu, Suður-Kóreu og Japan, áður en Ásgeir Trausti snýr aftur til Íslands og spilar í Hörpu á Icelandic Airwaves.

„Tónleikarnir gengu alveg ótrúlega vel,“ segir María Rut Reynisdóttir, umboðsmaður Ásgeirs Trausta. „Hann hefur haft fyrir reglu að spila útgáfutónleika í heimabænum og heimamenn mæta til að heilsa upp á hann, kaupa plötuna og hlýða á tónleika.“

Ásgeir Trausti sem ólst upp á Laugarbakka gaf fyrir tæpum fimm árum út frumraun sína, Dýrð í dauðaþögn, og hélt útgáfutónleika á Hvammstanga. Nú var komið að þeim næstu, en platan Afterglow kom út í maí síðastliðnum og hefur Ásgeir Trausti verið á stanslausu tónleikaferðalagi síðan. Tvennir tónleikar voru haldnir á Hvammstanga að þessu sinni og var uppselt á þá báða.

Bræðurnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti ásamt föður þeirra, Einari Georg Einarssyni. Þorsteinn og Einar eiga báðir texta á nýjustu plötunni, Afterglow.
Flottir feðgar Bræðurnir Þorsteinn og Ásgeir Trausti ásamt föður þeirra, Einari Georg Einarssyni. Þorsteinn og Einar eiga báðir texta á nýjustu plötunni, Afterglow.

Erlendir aðdáendur himinlifandi

„Aðstaðan í félagsheimilinu er mjög góð, aðsóknin fín og undirtekir góðar. Fjölskylda og vinir Ásgeirs Trausta koma, auk fólks víðs vegar af landinu. Við fórum síðan meðal annars á tjaldsvæðið og hengdum upp auglýsingu þar. Til okkar komu nokkrir ferðamenn sem eru aðdáendur Ásgeirs Trausta og voru alveg himinlifandi með að komast svona óvænt á tónleikana með stuttum fyrirvara. Ein kona frá Ástralíu kom til mín og sagðist hafa hágrátið fyrrihluta tónleikanna en hefði svo náð að róa sig niður,“ segir María Rut. Ástralía er aðalmarkaður Ásgeirs Trausta í dag og mun hann halda þrenna „head-line“ tónleika þar, í Sydney, Melbourne og Perth. Auk þess mun hann koma fram á tónleikahátíðinni Splendor in the Grass sem fer fram í Eastwood. Í Sydney mun hann koma fram í Enmore Theatre sem er elsta tónleikahöll Sydney, byggð 1908.

Ásgeir Trausti er sjarmerandi á sviðinu.
Á sviðinu Ásgeir Trausti er sjarmerandi á sviðinu.

Strangt tónleikaferðalag fram undan

Ástralía er þó ekki eini staðurinn þar sem Ásgeir Trausti kemur fram næstu mánuði. Á föstudag byrjar hann ferðalagið í Bern í Sviss þar sem hann mun spila á Gurtenfestival. Síðan tekur Arenes De Nimes við í Nimes í Frakklandi, áður en komið er að Ástralíu. Eftir Ástralíu tekur svo Valley Rock-tónlistarhátíðin við í Suður-Kóreu og síðan Fuji Rock-hátíðin í Tókíó í Japan.

„Síðan kemur hann aftur til Evrópu í ágúst og heldur nokkra tónleika áður en hann kemur heim í smápásu. Eftir það tekur við Ameríkutúr og síðan kemur hann aftur heim og heldur tónleika 1. nóvember í Eldborgarsal Hörpu á Iceland Airwaves,“ segir María Rut.

Eigandi bakarísins á Hvammstanga, Svava Lilja Magnúsdóttir, gerði köku með mynd af Ásgeiri Trausta, en hún er mikill aðdáandi hans. „Ég þekki til hans og fjölskyldu hans og hef fylgst með honum síðan ferill hans hófst. Ásgeir Trausti hefur alla tíð verið afburða tónlistar- og íþróttamaður og frábær persóna,“ segir Svava Lilja sem var með þeim fyrstu til að kaupa miða á tónleikana. Í bakaríinu voru einnig til sölu snúðar, kleinuhringir og Langi-Jón með myndum af Ásgeiri Trausta dagana fyrir tónleikana. „Við höfum gert þetta einstaka sinnum, þetta er skemmtilegt og við sýnum stuðning með þessu uppátæki,“ segir Svava Lilja, en síðast prýddu bakkelsið myndir af Hrafnhildi, keppanda í The Voice Ísland.
Ásgeir Trausti fékk köku með mynd af sér Eigandi bakarísins á Hvammstanga, Svava Lilja Magnúsdóttir, gerði köku með mynd af Ásgeiri Trausta, en hún er mikill aðdáandi hans. „Ég þekki til hans og fjölskyldu hans og hef fylgst með honum síðan ferill hans hófst. Ásgeir Trausti hefur alla tíð verið afburða tónlistar- og íþróttamaður og frábær persóna,“ segir Svava Lilja sem var með þeim fyrstu til að kaupa miða á tónleikana. Í bakaríinu voru einnig til sölu snúðar, kleinuhringir og Langi-Jón með myndum af Ásgeiri Trausta dagana fyrir tónleikana. „Við höfum gert þetta einstaka sinnum, þetta er skemmtilegt og við sýnum stuðning með þessu uppátæki,“ segir Svava Lilja, en síðast prýddu bakkelsið myndir af Hrafnhildi, keppanda í The Voice Ísland.
Steingrímur Teague úr Moses Hightower spilaði fyrri tónleikana með Ásgeiri Trausta á Hvammstanga Hann mun leysa Tómas Jónsson hljómborðsleikara af í hljómsveit Ásgeirs næsta mánuðinn.
Nýr liðsmaður Steingrímur Teague úr Moses Hightower spilaði fyrri tónleikana með Ásgeiri Trausta á Hvammstanga Hann mun leysa Tómas Jónsson hljómborðsleikara af í hljómsveit Ásgeirs næsta mánuðinn.
María Rut og eiginmaður hennar, Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Hjálma, Baggalúts, Memfismafíunnar og Ásgeirs Trausta. Kiddi heldur á plötunni Afterglow.
Tónlistarhjón María Rut og eiginmaður hennar, Guðmundur Kristinn Jónsson, gítarleikari Hjálma, Baggalúts, Memfismafíunnar og Ásgeirs Trausta. Kiddi heldur á plötunni Afterglow.
Þorsteinn Einarsson, bróðir Ásgeirs Trausta, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Hjálma.
Hæfileikaríkur bróðir Þorsteinn Einarsson, bróðir Ásgeirs Trausta, söngvari og lagahöfundur hljómsveitarinnar Hjálma.
María Rut Reynisdóttir er umboðsmaður Ásgeirs Trausta.
Umboðsmaðurinn María Rut Reynisdóttir er umboðsmaður Ásgeirs Trausta.
Kakan frá bakaranum á Hvammstanga, mynd af Ásgeiri Trausta prýðir hana eins og sjá má.
Kakan góða Kakan frá bakaranum á Hvammstanga, mynd af Ásgeiri Trausta prýðir hana eins og sjá má.
Vala og Unnur brosmildar fyrir tónleika.
Vala og Unnur brosmildar fyrir tónleika.
Vinkonunar Laufey og Laufey létu sig ekki vanta.
Vinkonunar Laufey og Laufey létu sig ekki vanta.
Oddur Sigurðsson og Skúli Þórðarson, fyrrum bæjarstjóri á Hvammstanga og nú í Hvalfjarðarsveit.
Bæjarstjórinn brosmildi Oddur Sigurðsson og Skúli Þórðarson, fyrrum bæjarstjóri á Hvammstanga og nú í Hvalfjarðarsveit.
Harpa og Skúli  eru frændsystkini.
Frændsystkinin Harpa og Skúli eru frændsystkini.
Liljana og Sigurður Þór biðu spennt eftir tónleikunum.
Liljana og Sigurður Þór biðu spennt eftir tónleikunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“

Nýr veruleiki blasir við Láru eftir aflimanir – „Stundum getur útlitið orðið of svart, stundum er ekki hægt að snúa til baka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“

Hvað varð um leikkonuna úr Shining sem sneri baki við Hollywood? – „Ég var stjarna“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma