fbpx
Mánudagur 15.september 2025
433Sport

Lennon hellir olíu á eldinn með færslu sinni: „Stóri strákurinn að leita að laununum mínum“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 19. nóvember 2019 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Stóri strákurinn að leita að laununum mínum,“ skrifaði Steven Lennon, framherji FH í færslu á Instagram í gær. Færslan hefur vakið gríðarlega athygli, sérstaklega í ljósi þess hvernig umræðan hefur verið. Launamál og þá vandræði FH-inga að standa við greiðslur, hafa komið reglulega fram í hlaðvarpsþáttum síðustu mánuði. Færsla Lennon er olía á þann eld sem logað hefur.

Á myndinni mátti sjá skoska framherjann á Tenerfie, þar sem sonur hans var að moka á ströndinni. Mikið hefur verið rætt um þessa færslu, framherjans. Lennon er einn af þeim sem sagður er ósáttur með hvernig launamál félagsins hafa verið.

Hlaðvarpsþátturinn, Steve Dagskrá fjallaði um málið í gærkvöldi, skömmu eftir að þessi færsla hans birtist á Instagram. ,,Ég sá rétt í þessu að Steven Lennon kom með póst á Instagram, þar er sonur hans á strönd og hann segir að hann sé að moka og leita að laununum hans, þetta er pilla,“ sagði Vilhjálmur Freyr Hallsson, stjórnandi þáttarins.

Andri Geir Gunnarsson telur að þeir sem stjórni FH, taki þessu ekki illa. Þeir viti af vandamálinu. ,,Þetta er alvöru banter, þeir hljóta að vita upp á sig sökina . Hann er ekki mættur til æfinga, er hann ekki bara að segja að hann mæti þegar drengurinn er búinn að finna launin?

,,Þetta er óþarfi er það ekki,“ sagði Vilhjálmur og setti spurningarmerki við þessa færslu Lennon. Skoski, framherjinn hefur leikið með FH frá árinu 2014 og verið jafn besti leikmaður liðsins.

Sökum þess að Lennon birti mynd af syni sínum með færslunni, verður myndin ekki birt í þessari frétt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina

Þetta eru liðin sem fóru upp og niður um deildir um helgina
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar

Telja sig geta keypt Grealish á lækkuðu verði næsta sumar
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi

Formaður KR segir liðið á réttri leið og að fall úr deildinni sé ekki það versta í heimi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð

Halda því fram að Ronaldo og félagar hafi lagt fram sturlað tilboð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“

Gömul skrif Óskars rata upp á yfirborðið eftir afhroð gærdagsins – „Mönnum þar á bæ til háborinnar skammar“
433Sport
Í gær

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“

Vildi ólmur vinna með Óla Jó og Bjössa Hreiðars – „Mér fannst þeir vera að byggja eitthvað sérstakt“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim

Guðjón brotnaði niður eftir orð læknisins – Tók þó ekki í mál að fara eftir þeim
433Sport
Fyrir 2 dögum

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“

Guðjón Pétur: „Það mun vera reiði í mér alla ævi gagnvart fólkinu sem stóð á bak við þessa frétt“