fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Rannsókn: Ryk fitar þig

Skaðleg efni líkja eftir hormónum – Þrif hjálpa en duga ekki til

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 24. júlí 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tímaritinu Environmental Science & Technology birtist grein þar sem útlistaðar eru niðurstöður rannsóknar sem samtökin American Cleaning Institute gerðu. Rannsóknin leiddi í ljós að ryk á heimilum getur fengið fitufrumur líkamans til að framleiða tríglyseríð, eða fitu. Helsta vandamálið eru svokölluð EDC efni sem geta hermt eftir hormónum og truflað innkirtla líkamans.

Fyrirtæki gefa ekki upp efnin

Heather Stapleton við Duke háskóla í Norður Karólínu segir: „Það er ekki alveg ljóst hvaða hlutir það eru sem innihalda mest EDC efni í ryki. Í mörgum tilfellum er um að ræða réttvarin efni sem fyrirtæki gefa ekki upp.“ Þetta eru leyniuppskriftir, líkt og sýrópið í Coca Cola eða kryddið hjá KFC. Hún segist hins vegar vita að efnin megi finna í ryki frá húsgögnum, einangrunarefnum, raftækjum og byggingarefnum.

Stapleton ásamt tveimur öðrum vísindamönnum áttuðu sig á tengingunni milli ryks og líkamsfitu eftir að hafa rannsakað 11 heimili í Norður Karólínu. Þær tóku sýni og ræktuðu þau á rannsóknarstofu. Í ljós kom að í 7 tilfellum jókst framleiðsla tríglyseríða í fitufrumum. Alls voru 44 rykefni sem finnast á heimilum prófuð.

Prófanir á dýrum hafa einnig leitt það í ljós að EDC efni hafa ekki ávallt samstundis áhrif á fituframleiðslu. Hún getur átt sér stað mörgum árum seinna. Efnin geta einnig haft áhrif á fóstur í móðurkviði og valdið því að þau þroskast á annan hátt en ella og jafnvel valdið offitu seinna í lífinu.

Er nóg að þrífa vel?

Það er mjög erfitt að hreinsa EDC alfarið af heimilum, jafnvel með alþrifum. Agnirnar eru afar smáar og fara bæði inn um öndunarveginn og í gegnum húðina. Ef efnunum er andað inn nær lifrin ekki að hreinsa þau.

En hvað er þá til ráða fyrst þrif duga ekki? Stalpeton hvetur fólk til að biðja fyrirtæki að nota minna af EDC efnum í vörum sínum, til dæmis með undirskriftarlistum. Þrif séu þó einnig mikilvæg: “Húsþrif geta hjálpað til við að minnka EDC efni á heimilinu, sérstaklega blautþrif. Við mælum einnig með reglulegum handþvætti, sérstaklega fyrir máltíðir.”

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði