fbpx
Þriðjudagur 21.maí 2024
Eyjan

Telur óásættanlegt að Björgólfur taki við Samherja –„ Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 14:15

Björgólfur Jóhannsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, er ekki sátt við að Björgólfur Jóhannsson, stjórnarformaður Íslandsstofu, taki við Samherja eftir að Þorsteinn Már Baldvinsson ákvað að stíga til hliðar meðan Samherji rannsakar sjálfan sig:

„Íslandsstofa er andlit okkar út um allan heim. Íslandsstofu er ætlað að markaðssetja Ísland og aðstoða fyrirtæki við að koma vörum sínum á framfæri. Að stjórnarformaður Íslandsstofu sé nú orðið andlit Samherja út á við á meðan fyrirtækið liggur undir grun um að stunda mútugreiðslur, peningaþvætti og skipulagðar glæpastarfssemi er algjörlega óásættanlegt. Ætlar utanríkisráðherra að láta þetta viðgangast?“

Reynsla að norðan

Björgólfur lét af starfi sínu sem forstjóri Icelandair Group í fyrra, hvar hann hafði verið síðan 2008. Hætti hann í kjölfar mikils taps hjá félaginu og var hann sagður hafa hætt sjálfviljugur.

Hann er viðskiptafræðingur og starfaði einnig sem endurskoðandi. Hann var forstjóri Icelandic Group um tveggja ára skeið frá 2006, starfaði sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar frá 1999, formaður stjórnar LÍÚ á árunum 2003-2008, var framkvæmdastjóri nýsköpunar- og þróunarsviðs Samherja frá 1996 og fjármálastjóri Útgerðarfélags Akureyringa frá 1992-1996 og ætti því að þekkja ágætlega til Samherja.

Hlutverk Íslandsstofu er meðal annars að vera samstarfsvettvangur atvinnulífs, hagsmunasamtaka, stofnana og stjórnvalda um stefnu og aðgerðir til þess að auka útflutningstekjur og hagvöxt. Enn fremur að veita alhliða þjónustu og ráðgjöf til allra útflutningsgreina í því skyni að greiða fyrir markaðssetningu og útflutningi á vöru og þjónustu og að laða erlenda ferðamenn til landsins með samræmdu kynningar- og markaðsstarfi. Þá er Íslandsstofu ætlað að laða erlenda fjárfestingu til landsins og upplýsa erlenda fjárfesta um kosti Íslands og að styðja við kynningu á íslenskri menningu, vörum og þjónustu erlendis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Baldur Þórhallsson – Gangi Alþingi fram af þjóðinni skal forseti tafarlaust vísa málinu til þjóðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar

Óttar Guðmundsson skrifar: Tölvulæknar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“