fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fókus

Áhrifamikið jaðarrokk Dinosaur jr.

Haraldur Sigurjónsson er mikill aðdáandi sveitarinnar

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 21. júlí 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska jaðarrokksveitin Dinosaur jr. sækir nú Íslendinga heim, en hún mun halda tónleika í Silfurbergi í Hörpu á morgun, laugardaginn 22. júlí. Einn af þeim sem býður spenntur eftir tónleikunum er Haraldur Sigurjónsson, sem hefur verið aðdáandi sveitarinnar frá því seint á níunda áratugnum.

Dinosaur jr. var stofnuð árið 1984 af þeim J Mascis gítarleikara, Lou Barlow bassaleikara og Murph trommara og tóku þeir upp þrjár plötur áður en mannabreytingar urðu á síðustu öld. Árið 2005 komu upprunalegir meðlimir aftur saman og hafa þeir gefið út fjórar plötur eftir sameininguna. Alls hefur Dinosaur jr. gefið út ellefu plötur og kom sú nýjasta, Give a Glimpse of What Yer Not, út árið 2016. Platan innihélt talsvert af nýju efni og hlaut mikið lof gagnrýnenda og aðdáenda sveitarinnar.

Kynntist Dinosaur jr. í gegnum hjólabrettin

Kvikmyndagerðarmaðurinn Haraldur Sigurjónsson er mikill aðdáandi Dinosaur jr. og hefur beðið spenntur eftir komu þeirra hingað til lands og ætlar að sjálfsögðu að mæta á tónleikanna, sem verða hans fyrstu með Dinosaur jr.

„Ég kynnist þeim í gegnum hjólabrettin seint á níunda áratugnum,“ segir Haraldur. „Ég var að vinna í hjólabrettabúðinni Hazar Bazar, sem var á Skólavörðustíg og í hjólabrettablöðunum voru alltaf auglýsingar frá hinum og þessum hljómsveitum. Þarna uppgötvaði ég sveitir eins og Red Hot Chili Peppers, Smashing Pumpkins og Dinosaur jr.“

Haraldur Sigurjónsson kvikmyndargerðarmaður hefur verið aðdáandi Dinosaur jr. síðan á níunda áratugnum.
Aðdáandi sveitarinnar Haraldur Sigurjónsson kvikmyndargerðarmaður hefur verið aðdáandi Dinosaur jr. síðan á níunda áratugnum.

„Maður heyrði líka lögin í hjólabrettamyndunum, ekki leiknum myndum, heldur klukkutímalöngum myndum frá helstu hjólabrettafyrirtækjum,“segir Haraldur. „Í þeim voru gæjar að skeita fyrir fyrirtækin og taka rosaleg trikk á brettin og spiluð rokk tónlist yfir. Á þessar myndir horfðu allir skeitarar dáleiddir til að læra ný trikk og að sjá uppáhaldsgæjann sinn skeita.“

Eftir að hafa kynnst Dinosaur jr. í gegnum hjólabrettin fór Haraldur að kaupa plötur með sveitinni og var Kiddi í Hljómalind (Kristinn Sæmundsson) duglegur að aðstoða hann. „Kiddi fylgdist vel með og benti manni á hitt og þetta, „heyrðu þú fílar svona, ég er með eina plötu fyrir þig“ átti hann til að segja þegar maður kom, segir Haraldur.

„Dinosaur jr. urðu mjög frægir í Englandi þegar þeir tóku lag Cure, Just Like Heaven, árið 1989. En tónlist þeirra er ekki fyrir alla. Þetta er hjólabretta pönk rokk, söngvarinn er með sérstakan söngstíl og þetta er hrátt rokk. Þeir gáfu út sína fyrstu plötu árið 1985, en sú sem seldist mest var sjötta plata þeirra árið 1994, þá voru allir mínir vinir í hljómsveitum og ég með kameru að taka upp.“

Upphitunarsveit sækir innblástur í Dinosaur jr.

Reykvíska sveitin Oyama mun sjá um upphitun, en hún spilar jaðarrokk í anda tíunda áratugarins og sækir mikinn innblástur í Dinosaur Jr. Sveitin gaf plötuna Coolboy út árið 2014 við góðar undirtektir og Síðastliðið vor kom smáskífan Handsome Devil út. Oyama vinnur nú að efni fyrir næstu plötu.

Sveitin Oyama er undir miklum áhrifum frá Dinosaur jr.
Oyama hitar upp Sveitin Oyama er undir miklum áhrifum frá Dinosaur jr.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar

Segist hafa séð flygildi fyrir ofan hús Þorgríms Þráinssonar
Fókus
Í gær

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót

Þetta er síðasta myndin af henni á lífi – Hélt hún væri að fara á stefnumót
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“

Gunnar segir að íslensk kona hafi verið numin á brott af geimverum: „Hún er mjög hátt sett bara í sínu starfi og enginn rugludallur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm

Líf stjörnunnar orðið að algjöru helvíti í fangelsinu – Trúði því aldrei að hans fyrrverandi gæti verið svona grimm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs