fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024

Sigga Dögg með mikilvæg skilaboð: „Dreifist sem víðast svo þetta kjaftæði hætti!“

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 17:10

Sigga Dögg. DV/Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski rapparinn T.I. er búinn að gera allt brjálað eftir að hann viðurkenndi að hann fer með 18 ára dóttur sína árlega til kvensjúkdómalæknis til að athuga hvort meyjarhaftið sé enn til staðar. Rapparinn sagði frá þessu í hlaðvarpsþættinum Ladies Like Us sem kom út á þriðjudaginn síðastliðinn.

Sjá meira: Rappari fer með dóttur sína til læknis til að athuga hvort hún sé hrein mey

Kynfræðingurinn Sigga Dögg tjáði sig um málið á Facebook-síðu sinni en þar segist hún vilja leiðrétta mýtuna sem er á bakvið meyjarhaftið. „Í ljósi umræðunnar um T.I. og árlega „meyjarhafts“ tjékkið sem hann lætur dóttur sína ganga í gegnum finnst mér réttast að leiðrétta mýtuna um meyjarhaftið! Dreifist sem víðast svo þetta kjaftæði hætti!!,“ sagði Sigga og birti með þessu mynd úr bókinni sinni, Kjaftað um kynlíf, til að útskýra mál sitt. Hér fyrir neðan má sjá textabrotið sem Sigga deilir með fylgjendum sínum.

„Hér áður fyrr var heil og órofin himna talin þekja meyjarhaftið og sanna að kona væri „hrein/óspjölluð“ og að blóð yrði sýnilegt þegar hún rifnaði við fyrstu samfarir. Svona er þetta alls ekki. Meyjarhaftið er teygjanleg slímhimnufelling, 1-2 sentimetrum fyrir innan leggangaopið. Það getur verið erfitt að sjá það með berum augum en útlit himnunnar er einstaklingsbundið; getur verið glært, fölbleikt eða hvítleitt. Hún getur enn fremur verið óregluleg í lögun, en sumar píkur eru með meyjarhaft sem hylur leggangaopið að hluta til, alveg eða alls ekki. 

Það getur teygst á meyjarhaftinu við samfarir og ekki þarf að rjúfa það til að geta stundað sjálfsfróun eða samfarir því það hylur ekki leggöngin. Eins getur það ekki rifnað við líkamlega áreynslu, því himnan er svo teygjanleg auk þess að vera nokkra sentímetra inni í leggöngunum. Ef píkan er með himnu sem umlykur alveg leggangaopið og viðkomandi getur ekki rofið það sjálf, gæti þurft að leita til læknis til að láta rjúfa það. Það þarf að gera svo viðkomandi geti haft tíðir, notað túrtappa og/eða stundað kynlíf með örvun inni í legg0ngum. Þegar eitthvað eða einhver fer inn í leggöngin þá geta myndast rifur í himnuna og blætt úr henni og því geta fylgt óþægindi. Þessar rifur gróa yfirleitt á innan við sólarhring“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni

Skoðar það að fara til Sádí Arabíu í sumar svo að hann og fjölskyldan fái frið frá hjákonunni
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun

Játaði brot sitt fyrir framan dómara í morgun
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?

Áður óséð myndband frá látunum í Kópavogi: Staðsetning og ákvarðanir Gunnars orka tvímælis og hvað sagði Halldór við Adam?
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi

Laufey vaknaði með slæman hausverk – Lá nokkrum tímum síðar á milli heims og helju á sjúkrahúsi

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.