fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Lítt þekkt ættartengsl: Samskipti og svæfingar – Og kraftlyftingar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 10. nóvember 2019 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um fátt var meira talað í vikunni en stofnun nýs flugfélags sem hlotið hefur nafnið Play. Margt af fólkinu á bak við Play kemur úr rústum WOW air, til dæmis María Margrét Jóhannsdóttir. Hún var verkefnastjóri á samskiptasviði WOW en er nú samskiptastjóri Play. María er systir Helga Jóhannssonar, sérfræðings í svæfingalækningum, sem starfar í Lundúnum. Helgi hefur getið sér gott orð innan læknaheimsins og var til að mynda á lista dagblaðsins Evening Standard í fyrra yfir áhrifamestu einstaklingana í London árið 2018.

Ekki nóg með það heldur er kraftlyftingamaðurinn og heimsmethafinn Júlían J.K. Jóhannsson bróðir þeirra.  Júlían setti heimsmet í réttstöðulyftu á heimsmeistaramótinu í Kraftlyftingum þar sem hann vann einnig til bronsverðlauna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“

Kona sem frelsissvipti dreng eftir bjölluat einnig sökuð um ofbeldi á leikskóla – „Þá slær hún hann af krafti í andlitið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“

Kjartan Páll lenti í fangelsi í Egyptalandi – „Heyrðu, hvað gerist ef ég játa?“