fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Áslaug Arna boðar aðskilnað ríkis og kirkju –„Fleiri og fleiri aðhyllast þá skoðun“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 4. nóvember 2019 09:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, fer einnig með málefni þjóðkirkjunnar. Hún segir í grein í Morgunblaðinu í dag að óhjákvæmilegt sé að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði ríkis og kirkju:

„Í mínum huga er ekki spurning um það að kirkjan getur vel sinnt öllum verkefnum sínum og þar á meðal sáluhjálp og margvíslegri félagslegri þjónustu óháð ríkinu. Ég er einnig þeirrar skoðunar að margir muni fylgja kirkjunni að málum þótt fullkominn aðskilnaður verði á endanum á milli hennar og ríkisvaldsins. Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði. Þangað til og þrátt fyrir samkomulagið mun þjóðkirkjan áfram njóta stuðnings og verndar íslenska ríkisins á grundvelli ákvæðis stjórnarskrárinnar.“

Áslaug nefnir einnig að sjálfstæð kirkja óháð ríkisvaldinu samrýmist betur trúfrelsi og skoðanafrelsi en sérstaðan sem þjóðkirkjan hefur notið í íslenskri stjórnskipan:

„Fleiri og fleiri aðhyllast þá skoðun að það sé ekki hlutverk ríkisins að fjármagna trúfélög.“

Verði áfram þjóðkirkja

Hún segir einnig að kirkjan sé alltaf í smíðum en verði áfram þjóðkirkja sama hver útkoman verði:

„Hún verður að finna boðskap sínum réttan farveg og vera í góðum tengslum við þjóðina. Ef vel tekst til mun henni vegna vel. Ef kirkjan miðlar boðskap sem hefur vægi og þýðingu í aðstæðum hversdagsins og gagnvart álitamálum framtíðarinnar; ef fólkið ber traust til kirkjunnar og leitar til hennar í betri tíð og verri – þá verður kirkjan áfram þjóðkirkja hver svo sem laga- og stjórnskipunarleg staða hennar verður í framtíðinni.“

Þingsályktunartillaga liggur fyrir

Stjórnarþingmennirnir þau Andrés Ingi Jónsson og Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmenn VG, eru meðal flutningsmanna þingsályktunartillögu Jóns Steindórs Valdimarssonar um fullan aðskilnað ríkis og kirkju. Tillagan fjallar einnig um nýja heildarlöggjöf um starfsemi trú- og lífsskoðunarfélaga.

Tíu fulltrúar frá fjórum þingflokkum standa að tillögunni, sem miðar að því að ríki og kirkja verði aðskilin að fullu árið 2034.

Sjá nánar: Stjórnarþingmenn styðja fullan aðskilnað ríkis og kirkju – Sagt henni fyrir bestu

Sjá einnig: Meirihlutinn vill aðskilnað ríkis og kirkju – Aðeins þriðjungur ber traust til þjóðkirkjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki