Nemandi á unglingastigi í Hagaskóla var í dag fluttur með sjúkrabíl á bráðamóttöku vegna kverkataks sem hann var tekin í. auk þess mætti lögregla á vettvang. Hringbraut greinir frá þessu.
„Í dag gerðist það í skólanum að nemandi missti meðvitund þegar samnemandi hans tók hann kverkataki. Í framhaldi af því féll hann í gólfið.“
Þessi skilaboð koma frá skólastjóra Hagaskóla, Ingibjörgu Jósefsdóttur í pósti til foreldra, en hún segir að samnemendunum hafi verið mjög brugðið.
„Líðan hans er eftir atvikum. Nokkur hópur nemenda varð vitni að atvikinu og var mörgum brugðið.“
Að taka krakka kverkataki hefur lengi verið vandamál í grunnskólum. þegar það er gert missir einstaklingur meðvitund, oftast í stutta stund, en stundum lengur og þá getur þessi ljóti leikur reynst ansi alvarlegur.
„Það virðist vera þannig að einhverjir nemendur líti á það sem leik að taka aðra kverkataki og bíða eftir því að viðkomandi gefi merki um hvenær sleppa eigi takinu. Það ætti að vera öllum ljóst að þetta á ekkert skylt við leik og getur verið stórhættulegt.“