fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433

Igor Kostic tekur við Haukum og fær fimm ára samning

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 14:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild Hauka og Igor Bjarni Kostic hafa skrifað undir samning þess efnis að Igor taki við þjálfun meistaraflokks karla auk þess sem hann mun leiða afreksþjálfun innan deildarinnar og byggja upp knattspyrnuakademíu Hauka, bæði karla og kvenna, í samstarfi við aðra þjálfara deildarinnar.

Um er að ræða fimm ára samning og bindur stjórn knattspyrnudeildar Hauka miklar vonir við ráðningu Igors Bjarna við þróa ungt og efnilegt lið Hauka en hann kemur einnig í fullt starf hjá félaginu.

Igor Bjarni er 36 ára gamall en hann kemur til Hauka eftir að hafa starfað fyrir norska knattspyrnusambandið en frá árinu 2015-2019 starfaði hann hjá Ullensaker/Kisa Fotball, m.a. sem development director, sem aðalþjálfari varaliðsins auk þess að vera yfirmaður akademíunnar.

Faðir hans Luka Kostic, tók við Haukum á miðju sumri og féll með liðið úr 1. deildinni.

,,Stjórn knattspyrnudeildar Hauka leggur ríka áherslu á að vera með framúrskarandi þjálfara innan sinna vébanda þar sem iðkendur þroskast sem hluti af liðsheild og safna frábærum minningum auk þess að bjóða upp á hágæða afreksþjálfun. Ráðning Igors Bjarna er liður í að styrkja enn frekar þjálfarateymi knattspyrnudeildar Hauka þar sem reynsla hans og þekking mun nýtast í að byggja upp efnilegt knattspyrnufólk í yngri flokkum félagsins og gera það að öflugum meistaraflokksleikmönnum. Því eru afar spennandi tímar framundan í Haukum!,“ segir í yfirlýsingu Hauka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Maðurinn er fundinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu

Kemur ekki lengur til greina hjá United að losa Mainoo út af þessu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær

Hojlund sendi sneið á Manchester United eftir sigur í gær
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum
Salah hetja Egyptalands
433Sport
Í gær

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Í gær

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð
433Sport
Í gær

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað

Nýkominn aftur eftir 30 mánaða bann en gæti strax farið annað
433Sport
Í gær

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða

Fékk afmæliskveðju úr mjög óvæntri átt – Voru dæmdir til að greiða honum níu milljarða