fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
Pressan

Þetta er ekki planta, sveppur né dýr – Franskur dýragarður sýnir dularfulla lífveru

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 23. október 2019 17:20

Physarum polycephalum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Physarum polycephalum hegðar sér eins og dýr en líkist sveppi. Lífveran hefur verið nefnd „le blob“ eftir gamalli vísindaskáldsögumynd. Lífveran tilheyrir lífveruhópi sem hefur latneska heitið „physarum polycephalum“ sem er einhverskonar form slím „dýra“.

En vísindamenn vita ekki enn nákvæmlega hvað þessi undarlega lífvera er þrátt fyrir að hafa rannsakað hana árum saman. Hér er því sannarlega um eitt af undrum náttúrunnar að ræða. Bruno David, hjá franska náttúrufræðisafninu, segir að vísindamenn viti ekki hvort um dýr eða svepp er að ræða. Þeir séu vissir um að ekki sé um plöntu að ræða en hugsanlega sé um eitthvað á milli dýrs og svepps að ræða.

Það undarlega við „blob“ er að hún (lífveran) getur lært hluti. Hún getur lært hvernig er best að komast hratt að fæðu og það þótt hindranir séu settar upp. Þar sem hún lærir og man hvar maturinn er kemst hún sífellt hraðar að honum segja vísindamenn.

Bruno David segir að þetta hafi komið mjög á óvart því lífveran sé ekki með heila en geti samt lært.

„Blob“ er einnig með ýmis önnur sérstök einkenni. Hún er til dæmis með heil 720 mismunandi kyn og getur læknað sjálfa sig á nokkrum mínútum ef hún er skorin í tvennt. Hún er ekki með neinn munn, maga eða augu en getur samt fundið æti og étið.

Áhugasamir geta nú séð hana í dýragarðinum í París fram til 3. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart

Sumir eigendur iPhone hafa fengið að sofa út síðustu daga, alveg óvart
Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi

Tveggja ára barn lést í hoppukastaslysi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök

Unga stúlkan sá rautt eftir að nasistar börðu ömmu hennar – Reyndust vera þeim dýrkeypt mistök
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti

Óhugnaður í New York: Barnsmorðingi neyddi sex ára son sinn til að reyna að grenna sig á hlaupabretti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum

Manstu eftir Joseph Kony? Nú eru málaliðar Pútíns á eftir honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“

„Svo fékk ég símtal sem breytti öllu“