fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Gísli Pálmi borinn þungum sökum: „Má maður bara ekkert lengur“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. október 2019 13:38

Ástrós og Gísli Pálmi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Pálmi Sigurðsson, þekktur rappari, og vinkona hans, Ástrós Ósk Skaftadóttir, eru sökuð um innbrot í íbúðarhúsnæði í Árbæ í gærkvöld. Getið er um afbrotið í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun og þar segir:

22:41 Tilkynnt um innbrot í íbúð, hverfi 110. Sparkað upp hurð, farið inn og stolið verðmætum.

Kona sem tengist íbúum er urðu fyrir innbrotinu hefur birt myndir af parinu á Facebook og staðhæfir að þau hafi verið að verki. Í samtali við DV kom fram að dóttir konunnar dvelst á heimilinu þessa dagana og er kunnug Ástrós. Ástrós kom inn á heimilið nokkrum dögum áður en brotist var inn í húsið þegar heimilisfólk var í bíó. Meðal annars var stolið skóladóti, Breezer úr ísskápnum, lyfjum og ýmsum hlutum sem hafa tilfinningalegt gildi.

Að sögn konunnar er sími Gísla Pálma nú í vörslu lögreglunnar. DV tókst ekki að ná tali af Gísla Pálma eða Ástrós þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Hins vegar tjáir Gísli Pálmi sig um málið í Facebook-færslu og segir:

„BÍDDU VÁÁ! má maður bara ekkert lengur.. hahaha hva er að frétta“

Facebook-færslan sem konan birti með mynd af skötuhjúnum, Ástrósu og Gísla Pálma, er eftirfarandi:

„Ég bið þá sem búa eða hafa verið gestkomandi eða þá bara við Vallarás 5 í kvöld um kl 22 og sáu þetta pakk brjótast inn í íbúð og hafa á brott með sér fullt af dóti…þar á meðal svarta skólatösku með brúnu hlébarðamunstri.
Stolið var skóladóti dottur minnar,tölvunni og snyrtidóti þeirra systra. Einnig var lyfjunum hennar Karitasar stolið og ýmsu úr ísskáp og stofuskáp. Vimsamlegast látið lögregluna í Reykjavík vita og mig líka!
Þetta fólk heitir Ástrós Ósk Skaftadóttir og Gísli Pálmi sem þykist vera rappari…eða einhverskonar tónlistarmaður.
Vinsamlegast deilið þessu kæru vinir!“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna

Umdeild hinsta ósk hennar verður uppfyllt – Fær að deyja innan fárra vikna
Fréttir
Í gær

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“

Þorvaldur var í bátnum sem hvolfdi: „Þetta gerðist allt í einu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum

Líkamsræktarstöð hirti ekki um að skipta út 10 ára gömlum ströppum sem endaði með ósköpum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun

Segir gjaldskyldu vegna nagladekkja ekki í skoðun