fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

500 þúsund króna hjóli stolið í Kópavogi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. október 2019 08:11

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í Kópavogi á níunda tímanum í gærkvöldi og er þjófurinn talinn hafa haft á brott með sér reiðhjól. Ekki var um neitt venjulegt reiðhjól að ræða, að sögn lögreglu, því andvirði þess er um 500 þúsund krónur.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Ekki kemur fram hvort þjófurinn hafi náðst eða hvort einhver sé grunaður um verknaðinn.

Rétt fyrir klukkan 23 í gærkvöldi var tilkynnt um innbrot í íbúð í Árbænum. Þar hafði hurð verið sparkað upp, farið inn og verðmætum stolið. Þá voru þrír ökumenn stöðvaðir í gærkvöldi, tveir vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og einn vegna ölvunaraksturs. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Í gær

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri

Rússar breyta um taktík – Írönsku drónarnir verða sífellt hættulegri
Fréttir
Í gær

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“

Dagmar brá við óþægilegt símtal frá lögreglunni – Biggi Sævars lét verða af hótuninni – „Týpísk taktík hjá svona mönnum“
Fréttir
Í gær

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt

Össur telur að málþófið muni reynast Sjálfstæðismönnum dýrkeypt