fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Sá að SOS hafði verið skrifað á landareign hans – Hafði strax samband við lögregluna

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 05:55

SOS hjálparkallið. Mynd:South Australia Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deborah Pilgrim hvarf nýlega þegar hún var í tjaldferðalagi í Ástralíu. Mikil leit var gerð að henni en eftir þriggja daga leit á landi og úr lofti hafði hún ekki fundist. Þá tók málið óvænta stefnu.

Pilgrim hafði farið í ferð í Sedan, sem er nærri Adelaid. Hún er 55 ára og var á ferð með vinum sínum þegar hún hvarf.

Eins og áður sagði skilaði leitin engum árangri. Á fréttamannafundi sagði talsmaður lögreglunnar að óttast væri um Pilgrim því stór og hættuleg skriðdýr væru á svæðinu og yrði hún bitin væri hún í lífshættu.

Skömmu síðar barst lögreglunni tilkynning frá manni sem á landskika utan alfaraleiða. Í eftirlitsmyndavélum sá hann að búið var að skrifa SOS í mölina í innkeyrsluna að landareigninni. Leitarmönnum var strax beint þangað og fundu þeir Pilgrim á næsta bæ en hún hafði komist inn í húsið þar og varð það henni líklega til lífs því þar hafði hún aðgang að vatni.

Hún var flutt á sjúkrahús í Angasto og var í ágætu ástandi að sögn lækna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað