fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Minniskortið innihélt myndband af morði – Nú er komin fram önnur játning

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 18. október 2019 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brian Steven Smith, 48 ára Bandaríkjamaður, var handtekinn á dögunum vegna gruns um morð á ungri konu.

Málið vakti mikla athygli, en eins og Pressan greindi frá á dögunum fann kona minniskort úti á götu í Anchorage í Alaska sem innihélt býsna óhugnanlegar myndir og myndband.

Myndböndin og ljósmyndirnar sýndu mann berja og kyrkja konu í hótelherbergi. Á einu myndbandinu mátti einnig sjá mann vefja hreyfingarlausri konunni inn í teppi áður en henni var komið fyrir í skotti bifreiðar. Nokkrum dögum síðar fannst kvenmannslík og reyndist það vera lík konunnar sem sást á minniskortinu.

Rannsókn málsins leiddi til handtöku Brians en fórnarlambið í málinu var þrítug kona, Kathleen Jo Henry, sem er af frumbyggjaættum Alaska. Við yfirheyrslur játaði hann að hafa drepið Kathleen en hann játaði einnig morð á annarri konu.

Í frétt Anchorage Daily News kemur fram að Brian hafi játað að hafa skotið 52 ára konu, Veronicu Abouchuk, til bana. Veronica, sem var einnig af frumbyggjaættum, sást síðast í júlí 2018 en ekki var tilkynnt um hvarf hennar fyrr en í febrúar á þessu ári. Tveimur mánuðum síðar fannst lík hennar.

Á blaðamannafundi sem lögregla hélt í gær vegna málsins kom fram að lögregla útilokaði ekki að fórnarlömbin kynnu að vera fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna

Sá eftir glæpnum áratugum síðar og skilaði hinum látna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð

Ein helsta stuðningskona Trump á þingi sökuð um að vera vinstrisinnuð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út

Tekinn af lífi fyrir hrottalegt morð á nágranna sínum – Svona leit síðasta máltíðin hans út