fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

Ráðgjafi GAMMA ákærður fyrir tugmilljarða fjársvik

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. október 2019 15:59

GAMMA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi ráðgjafi GAMMA í New York, Bretinn Pavan Bakhshi, hefur verið ákærður af bandaríska dómsmálaráðuneytinu fyrir fjársvik upp á tugi milljaða króna. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu. Málið er ótengt störfum mannsins fyrir GAMMA.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur gefið út tilkynningu um Bakhshi þar sem kemur fram að hann og samverkamenn hans hafi svikið hundruð milljóna dollara út úr fjárfestum með blekkingum. Samsvara svikin tugum milljarða íslenskra króna. Er þeim gefið að sök að hafa gróflega ýkt virði fyrirtækis sem þeir stýrðu og þannig fengið fjárfesta með sér í að kaupa félagið og afskrá það. Hafi þeim tekist með sviksamlegum aðferðum  að fá fjárfestingafélag til að fjárfesta andvirði 7 milljarða króna í að afskrá félagið.

Brotin eru sögðu umfangsmikil og hafa átt sér stað á um tveggja og hálfs árs tímabili, frá vori 2015 til hausts 2017.

Maðurinn lét af störfum fyrir GAMMA snemma árs 2018 og sem fyrr segir eru meint svik hans með öllu ótengd störfum hans fyrir GAMMA.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna

Fékk neitun um ríkisborgararétt vegna 10 þúsund króna
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri

Sviplegt fráfall – Söngvari At the Gates látinn aðeins 52 ára að aldri
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kourani verður vísað úr landi þegar hann losnar úr fangelsi

Kourani verður vísað úr landi þegar hann losnar úr fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“

Leggja til að Ísrael keppi undir hlutlausum fána í Eurovision – Til að komast hjá „niðurlægjandi brottrekstri“