fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Grunaður um kynferðisbrot gegn barni: Notuð sprautunál í sófanum þar sem stúlkan svaf

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2019 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis að karlmaður, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn ungri stúlku, verði gert að sæta gæsluvarðhaldi þar til á morgun. Úrskurður héraðsdóms féll á laugardag en Landsréttur staðfesti úrskurðinn á þriðjudag.

Að því er fram kemur í greinargerð lögreglu hafði stúlkan gist á heimili mannsins ásamt fleirum. Sagði stúlkan að hún hefði vaknað þegar maðurinn káfaði á henni undir teppi þar sem hún lá í sófa. Þá hefði hann spurt hvort karlmenn hefðu „einhvern tíma borgað henni“ eins og það er orðað í greinargerð lögreglu.

Stúlkunni tókst að hringja eftir aðstoð eftir atvikið umrædda nótt og handtók lögregla manninn síðar sömu nótt. Hann var í annarlegu ástandi, sjáöldur hans útþanin og þá er hann sagður hafa talað samhengislaust.

„Aðspurður kvaðst hann ekki vita hvað hefði gengið á en hann hafi verið sofandi í sófanum. Í kjölfarið hafi verið framkvæmd leit í íbúðinni og tæknideild framkvæmt vettvangsrannsókn. Íbúðin hafi verið ósnyrtileg, blóðdropar á gólfi, veggjum, sófa og inni á baðherbergi. Þá hafi fundist notaðar sprautur og nálar ásamt leifum af ætluðum fíkniefnum á víð og dreif um íbúðina. Meðal annars hafi fundist notuð sprautunál í sófa þar sem stúlkurnar hafi sofið. Þá hafi verið tveir hnífar á stofuborði auk þess sem haglabyssa hafi fundist í fataskáp í svefnherbergi. Hafi framangreindir munir verið haldlagðir.  Kærði hafi verið yfirheyrður fyrr í dag og neitað að hafa brotið á brotaþola. Sagðist hann hafa sprautað sig með kókaíni í stofusófa og svo sofnað í sófanum,“ segir í úrskurði sem héraðsdómur felldi.

Í greinargerð lögreglu kom fram að brýnt þætti að maðurinn sætti gæsluvarðhaldi þar til skýrslutökur hefðu farið fram. Féllst Landsréttur á það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli

Eyðilögðu langdrægar sprengjuflugvélar á rússneskum flugvelli
Fréttir
Í gær

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“

Komu heim 9800 hárum ríkari – Svitabandið gegnir mikilvægu hlutverki – „Okkur leið eins og við værum svona Handmade Taska“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið

Deilurnar um fjármál Sósíalistaflokksins: Haukur telur að stjórnvöld eigi að blanda sér í málið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump