fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Mannkynið hefur aðeins 200 ár til að forða sér frá Jörðinni – Trump tók alvarlegustu og verstu ákvörðun sögunnar í umhverfismálum

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. júní 2017 07:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannkynið verður að finna sér ný heimkynni utan Jarðarinnar á næstu 200 til 500 árum ef tegundin á að lifa áfram. Þetta sagði Stephen Hawking, prófessor í eðlisfræði, í gær þegar hann ávarpaði Starmus ráðstefnuna sem fer fram í Þrándheimi í Noregi. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, kom einnig við sögu í ræðu Hawking.

Hawking hefur áður varað við því að dagar mannkynsins séu taldir ef okkur tekst ekki að finna ný heimkynni utan Jarðarinnar. Hann hvatti geimferðaþjóðir heimsins til að senda geimfara til tunglsins fyrir 2020 til að kveikja nýtt líf í geimrannsóknum og geimferðum.

Samkvæmt frétt BBC þá sagði Hawking einnig að einnig eigi að stefna að byggingu mannaðrar stöðvar á tunglinu á næstu 30 árum og að senda eigi menn til Mars fyrir 2025.

“Að dreifa okkur um geiminn mun gjörbreyta framtíð mannkyns.“

Sagði Hawking og bætti við að hann vonist til að þjóðir heims geti sameinast um eitt markmið í geimferðum til að mæta þeirri sameiginlegu áskorun sem mannkynið stendur frammi fyrir því Jörðin sé í mikilli hættu á mörgum sviðum og það sé erfitt að vera jákvæður í dag.

“Við göngum hættulega hratt á náttúruauðlindirnar. Við höfum gefið plánetunni okkar eitraða gjöf í formi loftslagsbreytinga. Hækkandi hitastig, minnkandi ísmagn á pólunum, skógarhögg og útrýming dýrategunda. Við getum verið fáfróð og heimsk.“

Sagði hann í ávarpi sínu og bætti við gagnrýni á Donald Trump vegna stefnu hans í loftslagsmálum.

“Ég afneita ekki mikilvægi þess að berjast gegn loftslagsbreytingum og hnattrænni hlýnun eins og Donald Trump gerir. Hann hefur hugsanlega tekið alvarlegustu og verstu ákvörðun sögunnar í loftslagsmálum fram að þessu.“

Hvað varðar þá staðreynd að við höfum ekki enn komist í samband við vitsmunaverur frá öðrum plánetum sagði Hawking að það geti átt sér nokkrar skýringar.

“Í fyrsta lagi getur það verið vegna þess að líkurnar á að frumstætt líf myndist á plánetu eru mjög litlar.“

„Í öðru lagi þá eru líkurnar á að vitsmunalíf á borð við okkur þróist mjög litlar jafnvel þótt að líkurnar á að frumstætt líf myndist séu miklar.“

„Í þriðja lagi getur verið að vitsmunalíf þróist upp í þróaða menningu sem eyðir síðan sjálfu sér með stríði, sjúkdómum og gjöreyðingarvopnum.“

Hann sagðist telja að þriðja atriðið eigi einmitt við um mannkynið og að við séum á þeirri leið.

“Ég kýs persónulega annað atriðið, að frumstætt líf sé algengt en vitsmunalíf sjaldgæft. Sumir myndu segja að það eigi enn eftir að gerast hér á Jörðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni