fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Erna Ýr biðst afsökunar – „Mér rann kapp í kinn“

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 17. október 2019 12:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi í gær frá  úlfúð sem spratt upp á Twitter vegna orðalags Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Hún var gagnrýnd fyrir karllægt orðalag en María Lilja Þrastardóttir var ein þeirra sem gagnrýndi hana. María sagði það vera í lagi að gagnrýna konur og á sama tíma vera femínisti.

„Áslaug Arna er ekki útlensk, fátæk eða úr blokk í fellunum. Hún er hámenntuð rík Garðabæjarmær og DÓMSMÁLARÁÐHERRA. Ég held að færri manneskjur njóti meiri forréttinda í heiminum. Hún er á toppnum og þarf engan hlífðarskjöld frá pöpulnum,“ skrifaði María Lilja.

DV birti í dag frétt vegna ummæla Ernu Ýrar Öldudóttur, blaðamanns Viljans, við færslu Maríu en ókurteisi Ernu vakti athygli netverja. „Hún þarf samt að vinna og bera ábyrgð sem er meira en þú getur gortað þig af tussan þín,“ skrifaði Erna. Ummælin hafa síðan verið endurbirt á Twitter og gagnrýnd en Haukur Bragason vakti athygli á því að Erna kalli oft eftir kurteisi annarra en leyfir sjálfri sér að tala svona. „Gilda kröfur þínar um mannasiði og kurteisi bara um alla aðra en þig?“ skrifaði Haukur og birti sjáskot af þremur mismunandi skiptum þar sem hún kallaði eftir mannasiðum.

Nú virðist sem Erna Ýr hafi fengið tiltal vegna ummælanna en hún birti afsökunarbeiðni á Twitter í kjölfar fréttarinnar sem DV skrifaði.

„Mér rann kapp í kinn í umræðunni í gær og biðst velvirðingar á óvönduðu orðalagi. Skal taka mig á og gera betur. Kær kveðja, Erna Ýr Öldudóttir“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi