fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

Simmi fer í bátastríð við Skúla í Subway – Hefur eignast helmingshlut í Hlöllabátum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 16. október 2019 12:55

Skúli rekur Subway en Sigmar keypti nýlega helminginn í Hlöllabátum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson hefur, samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV, keypt 50% hlut í Hlöllabátum.

Segja má að þetta sé nokkuð skáldleg viðskiptaákvörðun vegna þess að Hlöllabátar eru íslenskir samlokubátar en samlokubátarnir á Subway eru frá Bandaríkjunum. Aðaleigandi Subway á Íslandi, Skúli Gunnar Sigfússon, og Sigmar hafa átt í hörðum deilum um lóðarréttindi á Hvolsvelli. Var ósamkomulag milli þeirra um ráðstöfun Skúla á lóð sem tilheyrði sameiginlegu félagi þeirra sem þeir stofnuðu áður en brestir komu í samstarf þeirra. Sigmar, sem vildi losna úr samstarfinu, fékk áformum Skúla um uppbyggingu á lóðinni hnekkt fyrir héraðsdómi í fyrra. Skúli áfrýjaði til Landsréttar og verður dómur í málinu kveðinn upp í Landsrétti í fyrramálið.

Sigmar er nú að láta til sín taka á ný á veitingamarkaðnum eftir að hafa dregið sig út úr rekstri Hamborgarafabrikkunnar, Keiluhallarinnar og fleiri fyrirtækja. Á næstunni mun Sigmar opna sportbarinn Barion í Mosfellsbæ. Sigmar er  bendlaður við fleiri verkefni í veitingabransanum en hann vildi ekkert tjá sig um áform sín er DV leitaði til hans um upplýsingar.

DV hefur hins vegar staðfestar heimildir fyrir kaupum Sigmars í Hlöllabátum og því er ljóst að þeir Skúli og Sigmar eru orðnir keppinautar á samlokumarkaðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling

Harry Potter-stjarnan opnar sig um vinslitin við JK Rowling
Fréttir
Í gær

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna

Gullúr sem fannst á líki eins af farþegum Titanic seldist á rúmar 200 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“