fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
Eyjan

Félag atvinnurekenda vill fá aðgöngu í rafrettuhóp Svandísar

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 15. október 2019 15:46

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA Ljósmynd: Haraldur Guðjónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Félag atvinnurekenda hefur sent Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra erindi og boðið fram fulltrúa í starfshóp, sem ráðherra upplýsti um helgina að hún hygðist skipa til að hamla gegn notkun ungmenna á rafrettum og tengdum varningi. Ráðherra upplýsti að í starfshópnum ættu að sitja fulltrúar heilbrigðisráðuneytisins, embættis landlæknis, Neytendastofu og umboðsmanns barna, að því er fram kemur á vef Félags atvinnurekenda.

FA rifjar í bréfinu upp að félagið og innflytjendur og seljendur rafrettna, sem eiga aðild að FA, hafa lýst yfir vilja til samstarfs til að tryggja eftirlit og framfylgni laga um rafrettur til að stemma stigu við notkun ungmenna á slíkum vörum. FA vísar um það efni til bréfs FA til ráðuneytisins dags. 2. október sl. og tölvupósts hóps rafrettuverslana til ráðuneytisins 7. október sl. Engin svör hafa borist frá ráðuneytinu við þeim erindum.

Starfsmenn verslana lykilfólk í að framfylgja lögunum

„Að mati félagsins eru seljendur rafrettna mikilvægur aðili í baráttunni gegn notkun ungmenna á rafrettum og því mikilvægt að samráð sé á milli stjórnvalda og söluaðila,“ segir í bréfi FA til ráðherra:

„Með fullri virðingu fyrir þekkingu og yfirsýn embættismanna leyfir félagið sér að benda á að starfsfólk rafrettuverslana er lykilfólk í því að framfylgja ákvæðum laganna um bann við sölu til ungmenna og býr jafnframt yfir yfirburðaþekkingu á markaðnum, eftirspurn ungmenna eftir vörunum og tilraunum til að komast framhjá ákvæðum laganna um aldursmörk og öryggisatriði.“

„Að mati FA er nauðsynlegt að í starfshópi ráðherra sé sem breiðust þekking og reynsla, auk þess sem samstarf aðila beggja megin borðs muni auka mjög líkur á að tillögur starfshópsins skili tilætluðum árangri; að stemma stigu við  notkun ungmenna á rafrettum og tengdum vörum. Félag atvinnurekenda ítrekar því boð sitt og félagsmanna um samstarf við ráðuneytið og býður fram fulltrúa í starfshóp ráðherra,“

segir í niðurlagi bréfsins.

Bréf FA til heilbrigðisráðherra

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn

Orðið á götunni: Fjármálaráð gefur verkum ríkisstjórnarinnar falleinkunn
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp

Þorsteinn Pálsson skrifar: Misheppnuð tilraun snýst um prinsipp
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar

Halla Hrund bætir enn við fylgi sitt og fylgi Katrínar minnkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Stórskaðlegur og bannaður nagladekkjadans dunar áfram – Tugir deyja, ekkert mál?