fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Hryllingur í Hollandi: Sex ungum manneskjum haldið föngnum á afskekktum bóndabæ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. október 2019 15:30

Húsið er vel falið innan um trjágróður. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex manneskjur á aldrinum 16 til 25 ára hafa verið frelsaðar úr kjallara á afskekktum bóndabæ í Hollandi. Var þeim haldið föngnum þar í níu ár. Málið kom upp á sunnudag er ungur maður kom inn á krá í sveitaþorpinu Ruinerwold í héraðinu Drenthe í Hollandi. Þar drakk hann fimm bjóra og gaf sig á tal við barþjóninn. Sagðist maðurinn hafa strokið frá bóndabæ í nágrenninu og sagði hann að hann og systkini hans gætu ekki lifað lengur eins og þau hefðu lifað undanfarin ár. Væri þeim haldið föngnum á bóndabænum. Eftir samtalið hafði barþjónninn samband við lögreglu sem hélt með töluverðum viðbúnaði á bóndabæinn.

Þar fundust fimm manneskjur til viðbótar læstar niðri í kjallara. Fólkinu hafði verið haldið föngnu þarna í níu ár en á bænum var jafnframt 58 ára gamall maður sem talinn er vera faðir unga fólksins. Ekki er vitað hvar móðir fólksins er niðurkomin.

Maðurinn er sagður hafa ætlað að bíða endaloka heimsins með börnum sínum. Hann leigði bóndabæinn af manni sem býr í Ruinerwold og segist ekkert hafa vitað um börn eða leigjendur á bænum heldur hafi hann bara leigt þessum eina manni. Allir gluggar á bænum höfðu verið byrgðir með timburhlerum og nágrannar eru sagðir hafa ekki vitað um tilvist unga fólksisns sem sumt var ung börn þegar þau lentu í þessari prísund.

Rannsókn málsins er á frumstigi en að sögn lögreglu er það forgangsmál að veita fólkinu sálræna aðstoð og læknishjálp.

Hinn 58 ára gamli faðir unga fólksins hefur verið handtekinn og er í haldi lögreglu.

Sjá nánar á Metro

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað