fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Pressan

Svona fór neyslan með hann – Óþekkjanlegur á sjö mánuðum

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 11. október 2019 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Móðir ungs manns sem hefur verið í harðri neyslu fíkniefna birti nokkuð sláandi myndir af syni sínum sem teknar voru með sjö mánaða millibili. Óhætt er að segja að neyslan hafi farið illa með hann en maðurinn, Cody Bishop, notar bæði heróín og metamfetamín.

Móðirin, Jennifer Salfen-Tracy, ákvað að segja frá syni sínum í færslu á Facebook og um leið kalla eftir því að hann hefði samband við hana, enda ekki heyrt frá honum í tvær vikur. Óhætt er að segja að færslan hafi vakið athygli en þegar þetta er skrifað hafa 41 þúsund notendur deilt henni.

„Ég er aðeins hikandi að deila þessu en margir hafa spurt mig hvernig syni mínum gengur. Á þessari vegferð hef ég komist að því að margar fjölskyldur glíma við þennan sama vanda en of fáir virðast tilbúnir að tala um hann,“ segir hún í færslunni og bætir við að Cody sé heimilislaus og búi einhvers staðar á götunni í Las Vegas.

„Að vita að hann sé langt leiddur er slæmt en að heyra ekkert frá honum er enn verra. Óvissan gerir það að verkum að það er erfitt að sofna á kvöldin,“ segir hún.

Af færslunni er svo að skilja að Cody hafi verið í neyslu, hann náð sér á strik eftir meðferð en svo fallið aftur. Þakkaði hún gömlum félögum Cody, sem hafa haft samband við hann í gegnum tíðina og rétt fram hjálparhönd, fyrir aðstoðina. Segist hún vona að Cody fái sig fullsadan af því að lifa lífi sínu svona og beri sig eftir þeirri aðstoð sem hann þarf.

Jennifer sagði að saga sonar hennar væri því miður ekki einsdæmi, flestir þekki einhvern sem er háður fíkniefnum. Hún benti að lokum á að myndirnar hér að neðan væru teknar með sjö mánaða millibili. „Svona fer neyslan með mann,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi

Rannsóknarlögreglukona dæmd fyrir að eltihrella og ofsækja – Laug barnaníði upp á fyrrverandi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife

Rannsaka lát 19 ára stúlku á Tenerife
Pressan
Fyrir 4 dögum

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind

Telja að myndbandsræða Trump hafi verið búin til af gervigreind
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning

Morðið á Charlie Kirk: Telja sig hafa borið kennsl á sakborning
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði

Myrti börnin sín – Líkin fundust fjórum árum síðar í ferðatöskum keyptum á netuppboði