fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Gráðug vetrarbraut étur minni vetrarbrautir – Dag einn kemur röðin að okkur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. október 2019 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og er er samkomulagið með ágætum á milli vetrarbrautarinnar okkar og nágrannavetrarbrautarinnar Andrómedu. En það mun breytast dag einn. Það þarf þó ekki að fara á límingunum strax út af því þar sem þar eru um fjórir milljarðar ára þangað til.

Þá munu vetrarbrautirnar tvær lenda í árekstri sem þyngdarafl þeirra mun orsaka. Úr þessu verður mikið sjónarspil sem mun standa lengi yfir.

Ástralskir vísindamenn hafa nú aflað sér meiri vitneskju um Andrómedu og sögu vetrarbrautarinnar. Þeir segja að flest bendi til að Andrómeda hafi tvisvar áður, með margra milljarða ára millibili, beinlínis étið utanaðkomandi efni, minni vetrarbrautir.

Það er ekki óalgengt í alheiminum að stórar vetrarbrautir „borði“ minni vetrarbrautir.

Andrómeda og Vetrarbrautin (sem er vetrarbrautin okkar) eru stærstu vetrarbrautirnar í klasa vetrarbrauta. Klasinn samanstendur að mestu af dvergvetrarbrautum.

Lengi hefur verið vitað að Vetrarbrautin og Andrómeda muni renna saman. En það er algjör óþarfi að hafa áhyggjur af því strax enda langur tími til stefnu og þess utan verður jörðin löngu orðin óbyggileg þegar að þessu kemur og allt líf verður horfið af yfirborði hennar. Eftir rúmlega einn milljarð ára verður afl sólarinnar okkar orðið svo mikið að hún mun senda svo mikla orku til jarðarinnar að hún verður óbyggileg. Ef mannkynið verður ekki búið að finna sér ný heimkynni þá er öruggt að dagar okkar sem tegundar verði taldir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað