fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Flugvél Icelandair bilaði – Hafði áhrif á 600 farþega

Máni Snær Þorláksson
Mánudaginn 7. október 2019 17:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flugvél Icelandair bilaði í gærkvöldi, skömmu fyrir brottför. RÚV greinir frá þessu.

Flugvélin átti að fljúga frá Toronto í Kanada til Íslands en aflýsa þurfti fluginu vegna bilunar í vélinni. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir í samtali við RÚV að um hafi verið að ræða minniháttar bilun.

Ásdís segir að það hafi ekki tekið langan tíma að gera við vélina. Þegar viðgerðunum var lokið var hins vegar komið að hvíldartíma hjá áhöfninni. Því þurfti að aflýsa fluginu.

Áætlað er að vélin lendi í Keflavík í kvöld en vegna þessara tafa þá þurfti fella niður flug til og frá Kaupmannahöfn í dag. Samkvæmt Ásdísi þá hafði þetta áhrif á rúmlega 600 farþega. Unnið var að því  að koma farþegunum til og frá Kaupmannahöfn með öðrum leiðum og á það að hafa gengið vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár

Búið að landa tæplega 15 þúsund tonnum í Grindavík í ár
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“

Vestfirskt roð bjargaði skallaerni í Bandaríkjunum – „Ég hugsaði um að svæfa hana“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu