fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Grótta hefur rætt við Bjarna Guðjónsson

Hörður Snævar Jónsson
Sunnudaginn 6. október 2019 20:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grótta hefur rætt við Bjarna Guðjónsson, aðstoðarþjálfara KR um að taka við liðinu. Þetta herma öruggar heimildir 433.is. Ólíklegt er að hann taki við liðinu samkvæmt sömu heimildum en þó ekki útilokað.

,,Ég er sáttur þar sem ég er,“ sagði Bjarni í samtali við 433.is í kvöld en vildi að öðru leyti lítið segja.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, sagði upp störfum hjá Gróttu snemma í gær til að taka við Breiðabliki.

Bjarni hefur verið aðstoðarþjálfari KR í tvö ár og er sáttur í starfi. Grótta er komið upp í Pepsi Max-deildina í fyrsta sinn.

Bjarni hefur þjálfað bæði Fram og KR sem aðalþjálfari en hefur síðustu þrjú ár verið í starfi aðstoðarþjálfara. Afar gott orð fer af Bjarna í starfi og ljóst að fyrr en síðar mun hann taka við liði.

Halldór Árnason, sem var aðstoðarmaður Óskar hjá Gróttu er einnig á óskalista Gróttu um að taka við liðinu.

KR varð Íslandsmeistari í sumar en Rúnar Kristinsson og Bjarni stýrðu liðinu með frábærum árangri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum

Telur hann eiga skilið endurkomu í enska landsliðið – Lék síðast fyrir sjö sárum
433Sport
Í gær

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan

Guardiola líkir enska boltanum við NBA – Þetta er ástæðan
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds

Eiður Ben frá Breiðablik til Þórs – Á að aðstoða Sigga Höskulds
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“

Rúnar sendir pillu niður í Laugardal – „Það er það sem mér finnst alltaf svo skrýtið með KSÍ“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United

Hafnaði þessum fjórum ensku liðum áður en hann valdi United
433Sport
Fyrir 2 dögum

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt

Óttast um Yamal – Gæti orðið þrátlátt