fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Frosti harðlega gagnrýndur fyrir vændisviðtalið – Hildur: „Gleðilegt að Frosti hafi eitthvað að gera“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. október 2019 10:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal Frosta Logasonar við vændiskonu í Íslandi í dag í gær hefur reynst nokkuð umdeilt. Víða á samfélagsmiðlum eru efnistök þess gagnrýnd. Í flestum tilvikum snýst gagnrýnin um að viðtalið sé birtingarmynd mýtunnar um „hamingjusömu hóruna“. Konan, sem er sögð Austur-evrópsk, segist raunar ekki geta kvartað undan neinu í starfi sínu. Hún segist græða vel á vændinu og að vændiskaupendurnir séu flestir sómamenn.

Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er einn þeirra sem segist vera nokkuð efins um lýsingar konunnar. „Það ótrúverðugasta við flestöll viðtölin við „hamingjusömu hórurnar“ er hvað þau reyna að ofselja hlutskiptið. Það eru alltaf sömu stefin: launin eru frábær, vinnutíminn þægilegur, kúnnarnir upp til hópa næs og viðkomandi er að kaupa sér hús eða næla í fína háskólagráðu,“ skrifar Stefán á Facebook og bætir við:

„Nema þannig horfir eiginlega enginn á líf sitt og vinnuna sína. Nánast öllum finnst launin sín óþarflega lág, vinnan streð, of fáir klukkutímar í sólarhringnum, viðskiptavinirnir fábjánar, afborganirnar þungar og námið í ruglinu. Ef planið er að selja okkur hugmyndina um að starf í kynlífsiðnaðinum sé nákvæmlega eins og að vinna í kjörbúð þá þarf að vinna aðeins betur í handritinu…“

Margir taka undir með honum og þar á meðal er einn frægasti femínisti Íslands, Hildur Lilliendahl. Hún er kaldhæðin og skýtur á loga: „Mér finnst aðallega gleðilegt að Frosti hafi eitthvað að gera. Fái þennan fína vettvang til að hleypa sínum ofsalegu blaðamennskuhæfileikum út.“

Gagnrýnt af femínistum

Viðtalið er jafnframt gagnrýnt innan hóps femínista á Facebook og er þar bent á sumt sem konan segir í viðtalinu orki tvímælis. „Hún tekur m.a. fram að henni finnst gott að vera með íbúð nálægt lögreglustöðinni. Uppá öryggi. Það sýnir hver raunveruleikinn er,“ skrifar til að mynda ein kona. Önnur telur konuna tilneydda þó hún haldi öðru fram: „“enginn neyðir hana“ en samt talar hún um bága fjárhagsstöðu gagnvart draumum sínum – sem eru þá væntanlega ekki að selja sig. Myndi klárlega segja að konan telji sig þar af leiðandi tilneydda…. en það er bara mín skoðun.“

Sumar konur telja að viðtalið sýni alltof jákvæða mynd af vændi. „Get ekki þessa glansmynd sem er verið að draga upp,“ skrifar ein kona meðan önnur segir gagnrýnar spurningar alveg hafa vantað: „Oj, var að horfa á viðtalið og hann spyr engra raunverulega gagnrýninna spurninga. En nær að spyrja hvort gaurarnir séu ekki feimnir og hvort þeir séu sorgmæddir. Það kemur fram að hún hefur engan möguleika á að eignast þetta mikla peninga við að gera nokkuð í heimalandinu. Og á eftir spyr hann hvort hún myndi ekki vilja gera eitthvað annað. Svarið er auðvitað nei. (Það hafði þegar komið fram að ekkert væri annað í boði). Hún er að safna sér fyrir að stofa eigin fyrirtæki. Svo tæknilega væri svarið já. Að reka eigið fyrirtæki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd