fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025

Mögnuð mynd sem sýnir hvernig bein hreyfast þegar kona fæðir

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 30. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mögnuð mynd sem sýnir hvernig bein konu hreyfast þegar hún fæðir barn hefur vakið mikla athygli á netinu. Yfir 50 þúsund manns hafa deilt myndinni á Facebook og hafa margir skrifað við myndina að þeir höfðu ekki hugmynd um að þetta væri hægt.

Fæðingarmiðstöðin Tangi Birth Services deildi myndinni á Facebook.

Myndin sýnir konu sem beygir sig yfir sjúkrarúm og sést mjög stór kúla hjá rófubeininu.

Mynd: Facebook/Tangi Birth Services

„Getur þú séð bunguna á neðra baki hennar? Þetta er „tígull Michaelis“ (e. rhombus of Michaelis),“ er skrifað með myndinni.

„Á öðru stigi fæðingar hreyfast nokkur bein, meðal annars spjaldbeinið, aftur á bak og með því að gera það þá eykur það þvermál mjaðmagrindarinnar.“

Það kemur fram að þetta er „alveg eðlilegt“ og þetta sé þekkt sem „opnun baksins“ (e. opening of the back).

„Þetta gefur barninu þínu eins mikið pláss og mögulegt er á meðan það finnur leið sína út í heiminn,“ stendur í færslunni.

„Til þess að „opna bakið“ þá skaltu notast við virkar fæðingarstöður þar sem þú stendur upprétt og beygir þig fram […] Líkami þinn er gerður fyrir þetta! Og líkaminn og barnið vinna saman! Fæðing er ekki eitthvað til að óttast, það er eitthvað til að skilja.“

Það hafa yfir 50 þúsund manns deilt myndinni og yfir 22 þúsund manns skrifað við myndina á Facebook.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
Eyjan
Fyrir 6 klukkutímum

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð

Orðið á götunni: Guðrún sækir í uppskriftabók Davíðs – en hún er enginn Davíð
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum