fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024

Fólskuverk í þremur fylkjum – Rændi, nauðgaði og myrti unga konu – Fór og keypti jólagjafir

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 29. september 2019 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Laci Dawn Hill, 25 ára kona sem bjó í Bixby, í Oklahoma í Bandaríkjunum, átti biljarðborð sem hún þurfti að losna við. Laci brá á það ráð að auglýsa borðið til sölu og vona það besta.

Þann 23. desember, 1999, hljóp á snærið hjá Laci. Maður að nafni Steven Ray Thacker svaraði auglýsingunni og fékk leiðbeiningar hjá Laci um hvernig hægast væri að komast til heimilis hennar.

Ray Thacker hafði engan áhuga á biljarðborðinu og áform hans allt annað en heiðarleg. Um leið og Laci hafði hleypt Thacker inn dró hann upp hníf og krafði hana um allt það fé sem hún hefði heima við.

Rán breytist í eitthvað allt annað

Laci tókst að sannfæra Thacker um að ekkert reiðufé væri að finna á heimilinu, en hún gæti tekið út úr hraðbanka. Thacker neyddi Laci þá út í bíl, en í stað þess að fara í næsta hraðbanka ók hann að afskekktum veiðikofa úti í sveit og nauðgaði henni þar.

Hugðist selja biljarðborð.

Að því loknu batt hann Laci við stól og notaði til þess plastreimar. Thacker, að eigin sögn, yfirgaf Laci þar en sneri síðan aftur því hann óttaðist að Laci tækist að losa sig og myndi að sjálfsögðu segja til hans.

Thacker reyndi síðan að kyrkja Laci með hvort tveggja höndum og klæðisbút, en gekk brösuglega því hún barðist hetjulega fyrir lífi sínu.

Því fór svo að Thacker stakk fórnarlamb sitt tvisvar sinnum í bringuna, fleygði líkinu á gólf kofans og huldi það með nokkrum dýnum.

Lík Laci finnst

Lík Laci fannst sex dögum síðar. Lík hennar var klæðlaust neðan mittis ef frá var talinn annar sokkurinn. Peysan og bolurinn höfðu verið toguð upp yfir höfuðið og brjóstahaldarinn var opinn. Buxurnar og nærbuxurnar lágu rétt við líkið.

Við líkskoðun fundust sæðisleifar í leggöngum Laci og taldi læknirinn að hún hefði verið í nærbuxunum þegar henni var ráðinn bani og þær hefðu ekki verið fjarlægðar fyrr en nokkrum tímum síðar.

Jólagjafakaup og flótti

En aftur að Ray Thacker. Eftir að hafa ráðið Laci bana varð Thacker stjórnlaus. Hann notaði debet- og krítarkort Lacy til að kaupa jólagjafir handa fjölskyldu sinni og flúði síðan til Missouri, hafði enda áhyggjur af að yfirvöld myndu hugsanlega leita hans.

Steven Ray Thacker. Ránsáform hans breyttust í morð.

Þegar hann kom til Missouri, þremur dögum eftir jól, stal hann bíl sem í voru fullorðin kona, önnur yngri og barn.

Að sögn ýtti hann yngri konunni, sem sat við stýrið, út úr bílnum og brunaði af stað með þá gömlu og barnið enn í bílnum. Síðar þá sleppti hann þeim tveimur.

Tveir menn myrtir

Þegar þarna var komið sögu var viðamikil leit hafin að Thacker og nokkrum sinnum mátti litlu muna að tækist að hafa hendur í hári hans. Hann fór huldu höfði í skóglendi, braust inn í nokkur hús en virtist alltaf vera nokkrum skrefum á undan lögreglunni.

Ray Patterson. Stolið greiðslukort kostaði hann lífið.

Á einu heimili sem Thacker braust inn á var hann gripinn glóðvolgur þegar eigandinn, Forrest Boyd, kom heim. Thacker myrti Boyd umsvifalaust og lagði síðan á flótta í bifreið hans. Hann komst til Tennessee en þá bilaði bíllinn. Thacker hringdi eftir dráttarbíl og því miður fyrir bílstjórann, Ray Patterson, kom í ljós að kortið, sem Thacker hugðist nota til að borga fyrir þjónustuna, reyndist stolið. Því varð 2. janúar, 2000, síðasti dagurinn sem Patterson lifði.

Afsökunarbeiðni og aftaka

Ray Thacker var handtekinn skömmu síðar. Þegar réttað var yfir honum játaði hann sig sekan um allt sem hann var sakaður um. Thacker fékk dauðadóm sem var framfylgt þrettán árum síðar. Við það tækifæri, 12. mars, 2013, sagði Thacker: „Mig langar að biðja fjölskyldur Laci Hill, Forrest Boyd og Ray Patterson afsökunar. Ég á það ekki skilið, en þar sem Guð hefur fyrirgefið mér þá vona ég að þið fyrirgefið mér þann sársauka sem ég valdið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari

„Drottning twerksins“ birtir djarft myndband sem slær í gegn – Sjón er sögu ríkari
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið

Spáin fyrir Lengjudeild karla: Keflavík spáð beint upp en talið að Afturelding fari aftur í umspilið
Fréttir
Fyrir 4 klukkutímum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd

Dóttirin heyrði í „skrímslum“ í veggnum – Það sem leyndist þar minnti á atriði úr hryllingsmynd
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“

Þessir leikmenn Vals fengu sérstaklega á baukinn í gærkvöldi – „Fyrr má vera ef þú ert með milljón á mánuði, drullastu í gang“