fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Óþekkt halastjarna er á fleygiferð í gegnum sólkerfið – Gestur frá öðru sólkerfi?

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 19. september 2019 21:30

Mynd úr safni. Mynd:NASA/Goddard/University of Arizona

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa dagana er áður óþekkt halastjarna á fleygiferð í gegnum sólkerfið okkar. Hún er eins og snjókúla úr frosnu gasi og ryki og geysist áfram á mikilli ferð. Það er ekki hægt að sjá hana með berum augum. Það var áhugamaður um stjörnufræði sem uppgötvaði hana í ágúst.

Vísindamenn telja að halastjarnan hafi komið hingað frá öðrum sólkerfum og hafi verið á ferðinni í milljónir og hugsanlega milljarða ára.

Forbes segir að The Minor Planet Center stjörnufræðistofnunarinnar í Massachusetts í Bandaríkjunum hafi staðfest tilvist halastjörnunnar í síðustu viku og gefið henni nafnið C/2019 Q4 (Borisvo).

Borisov er aðeins annar hluturinn frá öðru sólkerfi, að því að best er vitað, sem kemur inn í sólkerfið okkar. Hinn var hinn vindlingslaga Oumuamua sem fór um sólkerfið okkar 2017. Vísindamenn höfðu aðeins nokkrar vikur til að rannsaka Oumuamua því hann uppgötvaðist ekki fyrr en hann var á leið út úr sólkerfinu. En Borisvo er á leið inn í sólkerfið þessa dagana og gefur frá sér sex sinnum meiri birtu en Oumuamua. Vísindamenn munu því hafa marga mánuði til að rannsaka Borisov.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað