fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fréttir

„Það er mikilvægt samfélaginu öllu að þolendur fái áheyrn dómstóla en sé ekki vísað frá“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 15. september 2019 12:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Efnt hefur verið til þögulla mótmæla fyrir utan skrifstofu héraðssaksóknara að Skúlagötu 17.

Ástæðan fyrir mótmælunum er sú að á undanförnum árum hefur gríðarlegur fjöldi nauðgunarmála verið niðurfelldur eftir rannsókn lögreglu.  Mótmælin hafa verið auglýst sem viðburður á Facebook en í lýsingu á viðburðinum segir að 65% nauðgunarmála hér á landi hafi aldrei farið fyrir dóm.

„Á árunum 2002-2015 voru 65% nauðgunarmála á Íslandi felld niður eftir rannsókn lögreglu og fóru því aldrei fyrir dóm. Sú staðreynd er ólíðandi. Ákvörðun um hvort mál skuli felld niður er tekin af tveimur starfsmönnum héraðssaksóknara. Í lýðræðisríki er valdið þrískipt, en með þessari framkvæmd hefur dómsvaldið (þ.e.a.s. valdið til að skera úr um sekt eða sakleysi manna) í raun verið fært frá dómurum til embættisfólks.“

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, Brynhildur Björnsdóttir og María Lilja Þrastardóttir eru á bakvið viðburðinn en þær eiga það allar sameiginlegt að hafa barist fyrir hönd þolenda í kynferðisofbeldismálum. Þær voru meðal þeirra fjöldamörgu kvenna sem tjáðu sig um kynferðisofbeldi í kringum #MeToo byltinguna.

 „Okkur þykir óásættanlegt að tveimur af hverjum þremur brotaþolum sé neitað um tækifæri til að láta á mál sitt reyna fyrir dómstól. Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna er á sama máli og hefur gagnrýnt þessa framkvæmd harðlega, auk þess sem Stígamót eru að undirbúa hópmálsókn til mannréttindadómstóls Evrópu af sömu ástæðu.“

Síðan er vitnað í 18. grein laga um meðferð sakamála en þar segir: „Hlutverk ákærenda er að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum.“

Í lýsingunni segir að þáttakendur þurfi ekki að taka neitt með sér, það sé nóg að mæta til að taka sér stöðu með þeim þolendum sem aldrei fengu tækifæri til að sækja gerendur til saka.

„Ljóst er að gerendur verða seint beittir lögmæltum viðurlögum ef meirihluti þeirra er aldrei ákærður. Þessu mótmælum við með þögulli samstöðu fyrir utan skrifstofu héraðssaksóknara að Skúlagötu 17 miðvikudaginn 18. september kl. 17:00. Mótmælin munu standa yfir í 20-30 mínútur. Þátttakendur þurfa ekki að hafa neitt meðferðis, það er nóg að mæta og taka sér stöðu með þeim hugrökku þolendum sem kærðu nauðgun til lögreglu en fengu aldrei tækifæri til að leita réttar síns fyrir dómi.“

Í samtali við DV sagði María Lilja þetta vera mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni.

„Ég vonast til að flest fólk sjái ser fært að mæta einhvern tímann á uppgefnu tímabili og taki þátt í þögninni með okkur. Það er mikilvægt samfélaginu öllu að þolendur fái áheyrn dómstóla en sé ekki vísað frá.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“

Kynbundið ofbeldi grasserar í netheimum – „Síðan ertu einhvern veginn hvergi óhult“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu

Skagfirðingar óttast að tapa á sparnaðaráformum Ingu
Fréttir
Í gær

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið

Fékk handskrifaðan miða og 5000 kr. fyrir leigubíl áður en hann sótti dularfullan myndaramma á pósthúsið