fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Stal merkjavörum í fríhöfninni – Handtekinn í flugvélinni

Ritstjórn DV
Föstudaginn 13. september 2019 08:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli barst á dögunum tilkynning þess efnis að óprúttinn aðili hefði látið greipar sópa í fríhafnarverslun í Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar.

Í skeyti frá lögreglu kemur fram að viðkomandi hafi lagt leið sína í þrígang inn í verslunina og hafði hann á brott með sér varning án þess að greiða fyrir hann. Sá sem grunaður var reyndist vera kominn um borð í flugvél og var hann handtekinn þar. Hann heimilaði lögreglu leit í ferðapoka sem hann var með og þar var merkjafatnaður með verðmiðum á, samtals að verðmæti nær 50 þúsund krónum.

Ferðalangurinn erlendi viðurkenndi að hafa tekið fötin án þess að greiða fyrir þau og bar fyrir sig að hann hefði hvorki verið með peninga eða kort til að borga fyrir varninginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Í gær

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi