fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Eyjan

Helga Vala nýr formaður velferðarnefndar

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. september 2019 13:45

Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar, er nýr formaður vel­ferðar­nefnd­ar Alþing­is, samkvæmt tilkynningu. Samkvæmt samkomulagi Samfylkingarinnar og Pírata mun Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, taka við formennsku í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Helga Vala tók sæti á Alþingi fyrir Samfylkinguna í Reykjavíkurkjördæmi norður í alþingiskosningunum 2017.

Hún stundaði nám við MH 1988–1994. Leikkona frá Leiklistarskóla Íslands 1998. BA-próf í lögfræði HR 2009. Meistarapróf í lögfræði HR 2011. Hdl. 2011.

Starfsferill

Leikkona og leikstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar 1999. Leikkona hjá New Perspective Theatre Company 2000. Dagskrárgerðarkona á Bylgjunni 2000–2002. Upplýsingafulltrúi hjá Eddu, miðlun og útgáfu, 2001–2002. Dagskrárgerðarkona á Ríkisútvarpinu 2002–2005 og á Talstöðinni og NFS 2005–2006. Rekstrarstjóri á Kaffi Edinborg sumarið 2007. Blaðakona á Mannlífi 2008. Í stjórn Íslandspósts 2008–2010. Löglærður fulltrúi á Lögron, Lögfræðistofu Reykjavíkur og nágrennis, 2009–2011. Rak eigin lögmannsstofu, Valva lögmenn, 2011–2017. Stundakennari í stjórnskipunarrétti við HR 2012–2013. Varaformaður Þjóðleikhúsráðs 2012–2014. Í stjórn Dansmenntar ehf. frá 2013. Í höfundaréttarráði frá 2014. Athafnastjóri hjá Siðmennt, félagi siðrænna húmanista, frá 2016.

Formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík 2008–2010. Í stjórn Félags íslenskra leikara 2014–2016.

Alþingismaður Reykjavíkurkjördæmis norður síðan 2017 (Samfylkingin).

Kjörbréfanefnd 2017–, stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd 2017–2019 (formaður 2017–2019), umhverfis- og samgöngunefnd 2017–2019, velferðarnefnd 2019–.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar

Snorri Jakobsson: Fyrstu vaxtahækkanirnar 2021 voru bara upp á punt – þær síðustu of miklar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja

Björn Jón skrifar: Ótrúlegur árangur íslenskra tæknifyrirtækja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að