fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Eyjan

Hlutafé Men&Mice skiptir um hendur

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 11. september 2019 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefur selt allt hlutafé sitt í Men&Mice til framtakssjóðs í rekstri Stefnis. Framtakssjóðurinn SÍA III hefur fest kaup á íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu Men&Mice. Seljendur félagsins eru Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins ásamt öðrum fjárfestum.

Men&Mice þróar og selur hugbúnaðarlausnir til stjórnunar á innviðum netkerfa stórra alþjóðlegra fyrirtækja. Meðal viðskiptavina félagsins eru Microsoft, Intel, FedEx, Nestlé og Harvard Business School. Stærsti hluti tekna félagsins kemur erlendis frá en meginþorrinn af starfsemi þess fer fram hér á landi. Hjá Men&Mice starfa 35 manns á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Evrópu. Forstjóri félagsins er Magnús Eðvald Björnsson.

Men&Mice var stofnað árið 1990 af Pétri Péturssyni og Jóni Georg Aðalsteinssyni. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins kom að félaginu árið 2001 og aðrir erlendir fjárfestar síðar.

SÍA III slhf. er framtakssjóður í rekstri Stefnis. SÍA sjóðirnir hafa verið starfræktir frá 2011 og hafa á undanförnum árum fjárfest í á annan tug fyrirtækja í fjölbreyttri atvinnustarfsemi.

Arnar Ragnarsson, forstöðumaður sérhæfðra fjárfestinga hjá Stefni:

„Við höfum mikla trú á rekstri Men&Mice. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og aðrir hluthafar hafa ásamt starfsfólki félagsins byggt upp fyrirtæki sem hefur þróað góða vöru, er með sterkan viðskiptamannagrunn og mikla vaxtarmöguleika. Við sjáum fram á að efla félagið og starfsemi þess enn frekar og sækja fram á við á þeim sterka grunni sem það byggir á.“

Huld Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins:

„Men&Mice hefur á liðnum árum byggt upp öfluga alþjóðlega starfsemi og er gott dæmi um það hvernig íslenskt hugvit nýtist í hugbúnaðarlausnum út um allan heim. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í vexti félagsins á liðnum árum. Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins skilur stoltur við félagið og óskar nýjum eigendum velfarnaðar við frekari uppbyggingu og vöxt þess.

Magnús Eðvald Björnsson, forstjóri Men&Mice,

„Framundan eru spennandi tímar hjá Men&Mice. Umhverfi félagsins tekur stöðugum breytingum og fyrirtækið stendur frammi fyrir nýjum sóknarfærum á tímum hraðra tæknibreytinga. Varan okkar er einstök á alþjóðavísu og byggð á traustum grunni. Teymið okkar innanhús er sterkt og fagnar þessum tímamótum með okkur, sem gefur okkur byr undir báðar vængi til að sækja fram með þeim hætti sem við ætlum okkur. Kaupin eru því mikilvægur áfangi í þroska fyrirtækisins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að