fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
Fréttir

Galin hegðun ferðamanns við Skógafoss: „Það heimskasta sem ég hef séð“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 10. september 2019 11:43

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að hegðun ferðamanns við Skógafoss hafi vakið miklar umræður á samfélagsmiðlum eftir að myndir birtust af honum fáklæddum við brún fossins.

Myndin birtist fyrst á Facebook-síðunni Iceland Q&A í gærkvöldi og þá hefur henni verið deilt í Facebook-hópinn Bakland ferðaþjónustunnar.

„Hvað sem þú gerir, ekki vera þessi fáviti þegar þú heimsækir Ísland,“ segir Nora McMahon, sem birti myndina upphaflega á Iceland Q&A Facebook-síðunni. Nora segist hafa talið að hún yrði vitni að því að maðurinn færi niður fossinn, en sem betur fer kom ekki til þess.

Þá hafa talsverðar umræður verið um myndina á Baklandi ferðaþjónustunnar. „Þetta er það heimskasta sem ég hef séð,“ segir einn á meðan annar bætir við: „Þessi maður á ekkert með það að eyðileggja dag þeirra sem horfa á hann drepast.“

Aníta Björk Jóhannsdóttir Randíardóttir, landvörður í Dyrhólaey og Skógafossi, segir í samtali við RÚV að engin skilti séu á svæðinu sem beinlínis vara fólk við að fara í fossinn. Fossinn sé þó afgirtur og viðvörunarskilti séu til staðar. Þá segist Aníta aldrei hafa séð neitt í líkingu við þetta áður.

„Við höfum aldrei fengið neitt slíkt á okkar borð en fólk er alltaf að fara út fyrir merkingingar og girðingar og við grípum fólk við það margoft á dag en aldrei eitthvað líkt þessu. Þetta er svolítið ýkt og er náttúrúlega bara stórhættulegt,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi

Húsleitir og handtökur vegna skipulagðrar glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“

Áráttufullur perri í Reykjavík olli konum skelfingu – „Chupa Chupa“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur

Harmleikurinn á Edition-hótelinu – Gæsluvarðhald framlengt um fjórar vikur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum

Hart tekist á um Fannborgarreitinn í Kópavogi – Bílastæði séu einhliða tekin af íbúum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“

Björn mælir með snjóboltaaðferðinni þegar kemur að skuldum heimilisins – „Hefur reynst vel til þess fallin að halda fólki við efnið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um

Fölsuðu bréf svo kennarar í Hofsstaðaskóla gætu fengið styrk til Frakklandsferðar – Kenna undirverktaka um
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi